Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. júlí 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Esbjerg-menn senda sláandi bréf frá sér: Nektarmyndir, hótanir og níð
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
Ísak Óli (hér í bláu) var keyptur til Esbjerg í sumar.
Ísak Óli (hér í bláu) var keyptur til Esbjerg í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg hafa sent frá sér opið bréf þar sem þeir mótmæla þjálfaranum Peter Hyballa og hans starfsfólki.

Peter Hyballa, 45 ára gamall Þjóðverji, tók við Esbjerg af Ólafi Kristjánssyni fyrir um tveimur mánuðum síðan.

Það var sagt frá því í dönskum fjölmiðlum að Hyballa refsi leikmönnum andlega og líkamlega, ef þeir gera eitthvað rangt. Fram kemur að hann hefði gripið í leikmenn og sagt við þá: „Þú ert með stærri brjóst en konan þín."

Leikmannasamtök Danmerkur hafa verið að vinna í málinu en samtökin eru ekki sátt með meðhöndlun Esbjerg á þessu öllu saman.

„Með þessu bréfi lýsum við yfir miklu vantrausti á Peter Hyballa og starfsteymi hans," segir í bréfinu.

„Að okkar mati, þá hefur Peter Hyballa ekki eiginleikana sem þjálfari né manneskja til að stýra liðinu."

Leikmennirnir eru ósáttir með það hversu erfiðar æfingar Hyballa er með og segja að það hafi verið að orsaka meiðsli. Þjálfarinn hlusti ekki á sjúkraþjálfarann og geri lítið úr honum. Þjálfarinn hafi hagað sér þannig í garð sjúkraþjálfarans, að sjúkraþjálfarinn hafi brotnað niður og grátið.

„Við höfum séð daglegar hótanir um uppsagnir, það er gert lítið úr fólki og kynferðislegar og niðurlægjandi athugasemdir látnar falla; við teljum fólk vera lagt í einelti."

„Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum, þá hefur þjálfarateymið tekið myndir af okkur, leikmönnunum, nöktum, að sögn þeirra til að 'mæla' líkamlega hæfni okkar. Það er okkar skilningur að myndirnar eru á raftæi í eigu eins þjálfara. Við treystum ekki að þessar myndir séu í vinnslu í samræmi við óskir okkar og gildandi lög, og krefjumst þess vegna að þessum myndum sé eytt úr viðkomandi tæki, svo og annars staðar sem þær kunna að hafa endað."

Það kemur einnig fram í bréfinu að það hafi ítrekað verið gert lítið úr ákveðnum leikmönnum; þeir hafi verið kallaðir feitir og heimskir. Hyballa hafi þá slegið til leikmanns tvisvar eftir æfingaleik, og það hafi skilið eftir sig rauða blett á bringu leikmannsins sem er ekki nafngreindur.

Leikmennirnir sem skrifa undir bréfið eru: Simon Bækgård, Jeppe Brinch, Jeppe Højbjerg, Jakob Ankersen, Mads Larsen, Kevin Conboy, Zean Dallügge, Mads Kikkenborg, Emil Holten, Patrick Egelund, Jonas Mortensen, Yuriy Yakovenko, Lasha Parunashvili, Marcus Kristensen, Kristoffer Lund Hansen, Marcus W. Hansen, Oliver Svendsen, Mads Borchers, Marcus Gudmann, Viktor Tranberg og Phun Mang.

Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru á mála hjá Esbjerg. Þeir skrifa ekki undir bréfið.

Hægt er að lesa allt bréfið hérna. Það er mjög sláandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner