Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Standa við bakið á Hyballa og segir leikmenn skorta fagmennsku
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: Getty Images
Eigendur danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg hafa svarað leikmönnum sínum eftir að þeir gáfu út opið bréf í morgun.

Leikmenn gagnrýndu þjálfara liðsins, Peter Hyballa, harðlega í bréfinu.

„Með þessu bréfi lýsum við yfir miklu vantrausti á Peter Hyballa og starfsteymi hans," segir í bréfinu. „Að okkar mati, þá hefur Peter Hyballa ekki eiginleikana sem þjálfari né manneskja til að stýra liðinu."

Undir bréfið skrifa 21 leikmenn á vegum Esbjerg. Þrátt fyrir það ætla bandarískir eigendur félagsins ekki að losa sig við Hyballa og hans teymi.

„Þetta er mjög ófagmannlegt. Leikmennirnir fá ekki að ráða því hver þjálfar og hver spilar. Þjálfari okkar er Peter Hyballa og við berum fullt traust til hans," segir talsmaður eigendahópsins, Paul Conway. Hann segir hegðun leikmannana fáránlega.

Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn Esbjerg, en þeir skrifuðu ekki undir bréfið.
Athugasemdir
banner