Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 29. september 2020 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier skellti verðlaunum á klósettið og tók mynd
Það vakti mikla athygli í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier hljóp af velli í seinni hálfleiknum.

Honum var ekki skipt af velli, hann þurfti á klósettið.

„Jose var ekki ánægður en það var ekkert sem ég gat gert. Náttúran kallaði," segir Dier um það sem gerðist, í viðtali eftir leikinn.

Dier fékk viðurkenningu fyrir að vera maður leiksins og auðvitað skellti hann verðlaunum beint á klósettið eftir leik fyrir myndatöku.

Myndina sem Dier birti á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Eric Dier: Náttúran kallaði


Athugasemdir
banner
banner
banner