Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 29. september 2022 12:34
Elvar Geir Magnússon
Spá því að Casemiro byrji í Manchester slagnum
Það er næstum liðinn mánuður síðan Manchester United lék síðast deildarleik en leikjum gegn Crystal Palace og Leeds var frestað vegna andláts drottningarinnar og svo kom landsleikjaglugginn. Síðasti deildarleikur United var sigurinn gegn Arsenal.

Á sunnudaginn er leikur gegn Englandsmeisturum Manchester City á Etihad og blaðamenn Mirror spá í spilin hvernig mögulegt byrjunarlið United verði í þeim leik.

Það er alveg ljóst að Raphael Varane og Lisandro Martínez verða miðvarðapar United í leiknum. Diogo Dalot verður hægri bakvörður en svo er það spurning hvort Tyrell Malacia eða Luke Shaw verði í vinstri bakverði?

Casemiro hefur ekki byrjað úrvalsdeildarleik fyrir United en nú þegar það þarf að glíma við Kevin de Bruyne gæti það reynst fullkomin tímasetning að setja hann í liðið.

Jadon Sancho and Marcus Rashford hafa báðir farið vel af stað á tímabilinu og verða væntanlega í sóknarlínunni ásamt Antony, sem skoraði gegn Arsenal. Cristiano Ronaldo hefur hinsvegar verið í vandræðum, bæði með félagsliði sínu og portúgalska landsliðinu.

Svona spáir Mirror byrjunarliði Manchester United
De Gea; Dalot, Varane, Martinez, Malacia; Eriksen, Casemiro, Fernandes; Antony, Rashford, Sancho.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner