
Unnið sex titla hjá PSG og varði mark liðsins þegar það tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2020.
Nottingham Forest vill fá inn markmann fyrir gluggalok og hefur Keylor Navas hjá PSG verið sterklega orðaður við enska félagið.
Aðalmarkmaðurinn, Dean Henderson, er meiddur og verður líklega frá í tvær til þrjár vikur til viðbótar. Navas er varamarkmaður fyrir Gigi Donnarumma hjá PSG.
Aðalmarkmaðurinn, Dean Henderson, er meiddur og verður líklega frá í tvær til þrjár vikur til viðbótar. Navas er varamarkmaður fyrir Gigi Donnarumma hjá PSG.
Vandamálið sem PSG stendur fyrir þessa stundina er það að félagið getur ekki lánað fleiri leikmenn frá sig, liðið hefur náð hámarki leyfilegra lánssamninga. Ef Navas á að fara á láni verður PSG að kalla leikmann til baka áður en Navas fer frá félaginu. Forest gæti einnig reynt að kaupa Navas.
PSG er með mann kláran til að styðja við bakið á Donnarumma ef Navas fer. Sergio Rico er á mála hjá félaginu og getur tekið við hlutverki Navas.
„Navas er á þeim stað á ferlinum að hann þarf að vera spila. Hann getur ekki lengur verið annar kostur á eftir Donnarumma, sem er klárlega númer eitt hjá PSG."
„Þetta eru skipti sem gætu verið í vinnslu allt til loka gluggans annað kvöld," segir Jonathan Johnson, sérfræðingur um franska boltann, við Sky Sports.
Navas er 36 ára gmall og á að baki 110 landsleiki fyrir Kosta Ríka. Hann kom til PSG frá Real Madrid þar sem hann vann tólf titla. Hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, varð fjórum sinnum heimsmeistari félagsliða, vann Ofurbikarinn þrisvar sinnum, spænsku deildina einu sinni og spænska bikarinn einnig einu sinni.
Athugasemdir