Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 09:30
Elvar Geir Magnússon
Dregið í umspilið á morgun - Leiðin til Búdapest
Úrslitaleikurinn í ár verður á Puskas leikvangnum í Ungverjalandi.
Úrslitaleikurinn í ár verður á Puskas leikvangnum í Ungverjalandi.
Mynd: EPA
Það kemur í ljós á morgun, föstudag, hvaða mótherja þau 16 lið sem eru í umspili Meistaradeildarinnar munu fá. Um er að ræða liðin sem enduðu í sætum 9-24 en efstu átta liðin komust beint í 16-liða úrslitin.

Dregið verður í umspilið klukkan 11:00 að íslenskum tíma í Sviss.

Fyrri leikirnir í umspilinu verða 17. og 18. febrúar og seinni leikirnir svo viku síðar.

Hvert lið á möguleika á tveimur mótherjum. Liðin sem enduðu í 9. og 10. sæti (Real Madrid og Inter) geta semsagt mætt liðunum sem enduðu í 23. og 24. sæti (Bodö/Glimt eða Benfica).

Newcastle endaðí 12. sæti og er parað með PSG sem endaði í ellefta sæti. Þessi lið mæta því annað hvort Mónakó eða Qarabag sem voru í 21. og 22. sæti.

Ef Newcastle kemst áfram í 16-liða úrslit þá bíða Barcelona eða Chelsea. 16-liða úrslitin verða spiluð í mars og keppninni lýkur svo með úrslitaleik í Búdapest 30. maí.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Bayern 7 6 0 1 20 7 +13 18
3 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
4 Liverpool 7 5 0 2 14 8 +6 15
5 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
6 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
7 Newcastle 7 4 1 2 16 6 +10 13
8 Chelsea 7 4 1 2 14 8 +6 13
9 Barcelona 7 4 1 2 18 13 +5 13
10 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
11 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
12 Atletico Madrid 7 4 1 2 16 13 +3 13
13 Atalanta 7 4 1 2 10 9 +1 13
14 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
15 Juventus 7 3 3 1 14 10 +4 12
16 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
17 Galatasaray 7 3 1 3 9 9 0 10
18 Qarabag 7 3 1 3 13 15 -2 10
19 Marseille 7 3 0 4 11 11 0 9
20 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
21 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
22 PSV 7 2 2 3 15 14 +1 8
23 Athletic 7 2 2 3 7 11 -4 8
24 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
25 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
26 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
27 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
28 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
29 Benfica 7 2 0 5 6 10 -4 6
30 Pafos FC 7 1 3 3 4 10 -6 6
31 St. Gilloise 7 2 0 5 7 17 -10 6
32 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
33 Frankfurt 7 1 1 5 10 19 -9 4
34 Slavia Prag 7 0 3 4 4 15 -11 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner
banner