Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 30. apríl 2016 08:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Víkingur Ó. verður vel fyrir ofan fallsæti
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu vorleikirnir eru alltaf skrýtnir og við eigum eftir að sjá skrýtin úrslit. Ég á von á erfiðum leikjum, alveg sama við hverja við erum að spila," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli annað kvöld.

„Ég á ekki von á því að Víkingur Ólafsvík verði í basli, ég hef trú á því að þeir verði vel fyrir ofan fallsæti. Þeir eru flott lið, með fínan mannskap og Ejub er að gera flotta hluti. Ég á von á hörkuleik og það lið sem vill þetta meira mun sækja þessi stig."

Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson, Ellert Hreinsson og Viktor Örn Margeirsson. eru á meðal leikmanna sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá Breiðabliki.

„Heilt yfir er standið nokkuð gott en það eru nokkur spurningamerki. Það eru menn að kljást við smá vandamál og það er ekki ljóst hvort að þeir geti spilað," sagði Arnar.

Oliver Sigurjónsson hefur lítið verið með á undirbúningstímabilinu en líklegt er að hann byrji á morgun.

„Hann spilaði 60 mínútur í Eyjum um síðustu helgi og hann hefur ekki fengið neitt bakslag. Ég á frekar von á því að hann byrji," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner