Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
   lau 30. apríl 2016 12:13
Magnús Már Einarsson
Guðmann: Ég og Heimir töluðum saman eins og menn
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er gífurlega spenntur fyrir sumrinu með KA. Það var orðið þannig að ég var ekki inni í myndinni hjá Heimi (Guðjónsson) fyrir byrjunarliðssæti. Ég þarf að virða það, Heimir er góður þjálfari. Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum neinsstaðar," sagði Guðmann Þórisson í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 nú rétt í þessu.

Guðmann er kominn til KA á láni frá FH. KA á einnig forkaupsrétt á Guðmanni í haust.

„Í gær var mér tilkynnt að það hefði verið samþykkt tilboð frá KA. Mér leist vel á þetta og ákvað að skella mér á þetta."

Guðmann hefur ekki spilað leik með FH síðan 20. mars og hann segist hafa lýst yfir óánægju sinni með stöðuna.

„Ég talaði fyrst við Bigga Jó (framkvædmastjóra FH) og sagði honum að tala við sína menn. Síðan fór ég á smá fund með Heimi í gær og við töluðum saman eins og menn."

„Ég hefði viljað fá meiri séns í vetur. Þetta er fyrsta undirbúningstímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið heill og í standi og þá er leiðinlegt að vera á bekknum."


„Ég er samt ekki fýlupúki. Ég brosi og peppi felagana þó að ég sé ekki að spila. Maður er pirraður og í sumar hefði maður kannski ósjálfrátt orðið að fýlupúka ef maður hefði veriðá bekknum."

Guðmann segir að ekkert hafi komið upp á milli hans og Heimis þjálfara FH. „Ég var að reyna að rifja upp hvort það hefði verið eitthvað. Ég og Heimir höfum alltaf verið góðir vinir og það var ekkert sem gekk á milli sem olli því að ég fór á bekkinn eða fékk að fara. KA gerði gott tilboð og þeir samþykktu það."

KA hefur fengið mjög mikinn liðsstyrk í vetur og er spáð góðu gengi í 1. deildinni ís umar.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá KA og vonandi komumst við upp. Ég er gífurlega sáttur, miðað við stöðuna sem ég var kominn í, hversu fljótt þetta var klárað," sagði Guðmann sem ætlar sér stóra hluti með KA.

„Ég set gríðarlega pressu á sjálfan mig, þarf að hugsa vel um mig og halda mér heilum. Þeir eru að leggja mikið í að fá mig og ég þarf að skila því til baka."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið.
Athugasemdir
banner