Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. júlí 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Valur í Árbæinn - Afturelding til Eyja
Valur spilar við Fylki
Valur spilar við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðeins tveir leikir eru á dagskrá í íslenska boltanum um helgina en Fylkir og Valur eigast við í Pepsi Max-kvenna í kvöld og þá mætast ÍBV og Afturelding í Vestmannaeyjum á morgun.

Liðin eigast við klukkan 17:00 en Valur er á toppnum með 29 stig á meðan Fylkir er á hinum enda töflunnar með 9 stig.

Fylkir vann síðast leik þann 21. júní gegn Þrótturum og vonast því eftir kraftaverki í kvöld.

ÍBV og Afturelding eigast þá við í Lengjudeild karla. Verslunarmannahelgin er framundan og liðin fá gott frí en það er þó árlegi Þjóðhátíðarleikurinn eins og hefur tíðkast.

Það er 200 manna takmarkanir á Íslandi um þessar mundir og Þjóðhátíð frestað en það er í skoðun að halda hana í einhverju formi eftir nokkrar vikur.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 30. júlí

Pepsi-Max deild kvenna
17:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)

laugardagur 31. júlí

Lengjudeild karla
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner