Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 30. júlí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Uppalinn og stýrði liðinu til sigurs - „Getum farið í play offs og upp“
Lengjudeildin
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Við tókum fjóra leiki í röð án þess að vinna. Í flestum leikjunum fannst mér við vera betri aðilinn. En í dag var þetta rosalega sterkur leikur. Við spiluðum þennan leik mjög mikið í hausnum á honum. Ég á eftir að sitjast niður og horfa aftur á leikinn án einhverjar pressu en mér fannst við vera helvíti fínir, er það ekki?“ sagði Nemanja Pjevic sem stýrði Leiknis til sigurs gegn Gróttu í dag í fjarveru Ólafs Hrannars. Nemanja er aðstoðarþjálfari Leiknis og er einnig að þjálfa 2. flokk Leiknis.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Nemanja segir að það hafi verið erfitt að greina Gróttuliðið.

Við greindum og greindum þá og þeir eiga hrós skilið, það var erfitt að greina þá því ég fór í hvern einasta leik öðruvísi. Þeir lágu allan leikinn í vörn. Fremsti maður var 30 metrum frá markinu. Allt sem við tókum á æfingu fyrir leikinn skilaði sér á vellinum, geggjað að sjá.

Ólafur Hrannar var ekki á skýrslu í dag þar sem hann er staddur erlendis.

Það var útlandaferð í samningnum þegar hann kom hingað. Hann var búinn að láta vita af því. Það var alltaf vitað að Ólafur væri ekki með okkur í dag í þessum leik. En Gæi (Garðar Gunnar) og Eyþór Atli og Atli Jónasar og ég held að það hafi ekki skipt máli að Óli væri ekki hér. Hann tók allar æfingarnar í vikunni. Hann má alveg mín vegna vera aðeins lengur þarna úti.

Hversu gaman var það að stýra liðinu til sigurs sem uppalinn Leiknismaður?

Það var huge. Maður getur ekki beðið um betri byrjun.

Nemanja segir að Leiknir geti ennþá farið upp í Bestu deildina.

Við þurfum að gleyma stöðutöflunni og fara inn í hvern einasta leik til að vinna. Þessi deild er ótrúlegt og hver leikur á sitt eigið líf. Ef við förum inn í alla leiki þannig þá getum við alveg farið í play offs og upp. Þetta er bara einn leikur í einu. Við þurfum að horfa á það þannig. Vinna næsta leik, þá ættum við að vera í góðum málum.“ sagði Nemanja.

Viðtalið við Nemanja má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner