Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
   þri 30. júlí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Uppalinn og stýrði liðinu til sigurs - „Getum farið í play offs og upp“
Lengjudeildin
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Við tókum fjóra leiki í röð án þess að vinna. Í flestum leikjunum fannst mér við vera betri aðilinn. En í dag var þetta rosalega sterkur leikur. Við spiluðum þennan leik mjög mikið í hausnum á honum. Ég á eftir að sitjast niður og horfa aftur á leikinn án einhverjar pressu en mér fannst við vera helvíti fínir, er það ekki?“ sagði Nemanja Pjevic sem stýrði Leiknis til sigurs gegn Gróttu í dag í fjarveru Ólafs Hrannars. Nemanja er aðstoðarþjálfari Leiknis og er einnig að þjálfa 2. flokk Leiknis.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Nemanja segir að það hafi verið erfitt að greina Gróttuliðið.

Við greindum og greindum þá og þeir eiga hrós skilið, það var erfitt að greina þá því ég fór í hvern einasta leik öðruvísi. Þeir lágu allan leikinn í vörn. Fremsti maður var 30 metrum frá markinu. Allt sem við tókum á æfingu fyrir leikinn skilaði sér á vellinum, geggjað að sjá.

Ólafur Hrannar var ekki á skýrslu í dag þar sem hann er staddur erlendis.

Það var útlandaferð í samningnum þegar hann kom hingað. Hann var búinn að láta vita af því. Það var alltaf vitað að Ólafur væri ekki með okkur í dag í þessum leik. En Gæi (Garðar Gunnar) og Eyþór Atli og Atli Jónasar og ég held að það hafi ekki skipt máli að Óli væri ekki hér. Hann tók allar æfingarnar í vikunni. Hann má alveg mín vegna vera aðeins lengur þarna úti.

Hversu gaman var það að stýra liðinu til sigurs sem uppalinn Leiknismaður?

Það var huge. Maður getur ekki beðið um betri byrjun.

Nemanja segir að Leiknir geti ennþá farið upp í Bestu deildina.

Við þurfum að gleyma stöðutöflunni og fara inn í hvern einasta leik til að vinna. Þessi deild er ótrúlegt og hver leikur á sitt eigið líf. Ef við förum inn í alla leiki þannig þá getum við alveg farið í play offs og upp. Þetta er bara einn leikur í einu. Við þurfum að horfa á það þannig. Vinna næsta leik, þá ættum við að vera í góðum málum.“ sagði Nemanja.

Viðtalið við Nemanja má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner