Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   þri 30. júlí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Uppalinn og stýrði liðinu til sigurs - „Getum farið í play offs og upp“
Lengjudeildin
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Við tókum fjóra leiki í röð án þess að vinna. Í flestum leikjunum fannst mér við vera betri aðilinn. En í dag var þetta rosalega sterkur leikur. Við spiluðum þennan leik mjög mikið í hausnum á honum. Ég á eftir að sitjast niður og horfa aftur á leikinn án einhverjar pressu en mér fannst við vera helvíti fínir, er það ekki?“ sagði Nemanja Pjevic sem stýrði Leiknis til sigurs gegn Gróttu í dag í fjarveru Ólafs Hrannars. Nemanja er aðstoðarþjálfari Leiknis og er einnig að þjálfa 2. flokk Leiknis.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Nemanja segir að það hafi verið erfitt að greina Gróttuliðið.

Við greindum og greindum þá og þeir eiga hrós skilið, það var erfitt að greina þá því ég fór í hvern einasta leik öðruvísi. Þeir lágu allan leikinn í vörn. Fremsti maður var 30 metrum frá markinu. Allt sem við tókum á æfingu fyrir leikinn skilaði sér á vellinum, geggjað að sjá.

Ólafur Hrannar var ekki á skýrslu í dag þar sem hann er staddur erlendis.

Það var útlandaferð í samningnum þegar hann kom hingað. Hann var búinn að láta vita af því. Það var alltaf vitað að Ólafur væri ekki með okkur í dag í þessum leik. En Gæi (Garðar Gunnar) og Eyþór Atli og Atli Jónasar og ég held að það hafi ekki skipt máli að Óli væri ekki hér. Hann tók allar æfingarnar í vikunni. Hann má alveg mín vegna vera aðeins lengur þarna úti.

Hversu gaman var það að stýra liðinu til sigurs sem uppalinn Leiknismaður?

Það var huge. Maður getur ekki beðið um betri byrjun.

Nemanja segir að Leiknir geti ennþá farið upp í Bestu deildina.

Við þurfum að gleyma stöðutöflunni og fara inn í hvern einasta leik til að vinna. Þessi deild er ótrúlegt og hver leikur á sitt eigið líf. Ef við förum inn í alla leiki þannig þá getum við alveg farið í play offs og upp. Þetta er bara einn leikur í einu. Við þurfum að horfa á það þannig. Vinna næsta leik, þá ættum við að vera í góðum málum.“ sagði Nemanja.

Viðtalið við Nemanja má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir