Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   þri 30. júlí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Uppalinn og stýrði liðinu til sigurs - „Getum farið í play offs og upp“
Lengjudeildin
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Við tókum fjóra leiki í röð án þess að vinna. Í flestum leikjunum fannst mér við vera betri aðilinn. En í dag var þetta rosalega sterkur leikur. Við spiluðum þennan leik mjög mikið í hausnum á honum. Ég á eftir að sitjast niður og horfa aftur á leikinn án einhverjar pressu en mér fannst við vera helvíti fínir, er það ekki?“ sagði Nemanja Pjevic sem stýrði Leiknis til sigurs gegn Gróttu í dag í fjarveru Ólafs Hrannars. Nemanja er aðstoðarþjálfari Leiknis og er einnig að þjálfa 2. flokk Leiknis.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Nemanja segir að það hafi verið erfitt að greina Gróttuliðið.

Við greindum og greindum þá og þeir eiga hrós skilið, það var erfitt að greina þá því ég fór í hvern einasta leik öðruvísi. Þeir lágu allan leikinn í vörn. Fremsti maður var 30 metrum frá markinu. Allt sem við tókum á æfingu fyrir leikinn skilaði sér á vellinum, geggjað að sjá.

Ólafur Hrannar var ekki á skýrslu í dag þar sem hann er staddur erlendis.

Það var útlandaferð í samningnum þegar hann kom hingað. Hann var búinn að láta vita af því. Það var alltaf vitað að Ólafur væri ekki með okkur í dag í þessum leik. En Gæi (Garðar Gunnar) og Eyþór Atli og Atli Jónasar og ég held að það hafi ekki skipt máli að Óli væri ekki hér. Hann tók allar æfingarnar í vikunni. Hann má alveg mín vegna vera aðeins lengur þarna úti.

Hversu gaman var það að stýra liðinu til sigurs sem uppalinn Leiknismaður?

Það var huge. Maður getur ekki beðið um betri byrjun.

Nemanja segir að Leiknir geti ennþá farið upp í Bestu deildina.

Við þurfum að gleyma stöðutöflunni og fara inn í hvern einasta leik til að vinna. Þessi deild er ótrúlegt og hver leikur á sitt eigið líf. Ef við förum inn í alla leiki þannig þá getum við alveg farið í play offs og upp. Þetta er bara einn leikur í einu. Við þurfum að horfa á það þannig. Vinna næsta leik, þá ættum við að vera í góðum málum.“ sagði Nemanja.

Viðtalið við Nemanja má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner