Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 30. júlí 2024 23:15
Sölvi Haraldsson
Uppalinn og stýrði liðinu til sigurs - „Getum farið í play offs og upp“
Lengjudeildin
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Nemanja léttur í lund eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Við tókum fjóra leiki í röð án þess að vinna. Í flestum leikjunum fannst mér við vera betri aðilinn. En í dag var þetta rosalega sterkur leikur. Við spiluðum þennan leik mjög mikið í hausnum á honum. Ég á eftir að sitjast niður og horfa aftur á leikinn án einhverjar pressu en mér fannst við vera helvíti fínir, er það ekki?“ sagði Nemanja Pjevic sem stýrði Leiknis til sigurs gegn Gróttu í dag í fjarveru Ólafs Hrannars. Nemanja er aðstoðarþjálfari Leiknis og er einnig að þjálfa 2. flokk Leiknis.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Nemanja segir að það hafi verið erfitt að greina Gróttuliðið.

Við greindum og greindum þá og þeir eiga hrós skilið, það var erfitt að greina þá því ég fór í hvern einasta leik öðruvísi. Þeir lágu allan leikinn í vörn. Fremsti maður var 30 metrum frá markinu. Allt sem við tókum á æfingu fyrir leikinn skilaði sér á vellinum, geggjað að sjá.

Ólafur Hrannar var ekki á skýrslu í dag þar sem hann er staddur erlendis.

Það var útlandaferð í samningnum þegar hann kom hingað. Hann var búinn að láta vita af því. Það var alltaf vitað að Ólafur væri ekki með okkur í dag í þessum leik. En Gæi (Garðar Gunnar) og Eyþór Atli og Atli Jónasar og ég held að það hafi ekki skipt máli að Óli væri ekki hér. Hann tók allar æfingarnar í vikunni. Hann má alveg mín vegna vera aðeins lengur þarna úti.

Hversu gaman var það að stýra liðinu til sigurs sem uppalinn Leiknismaður?

Það var huge. Maður getur ekki beðið um betri byrjun.

Nemanja segir að Leiknir geti ennþá farið upp í Bestu deildina.

Við þurfum að gleyma stöðutöflunni og fara inn í hvern einasta leik til að vinna. Þessi deild er ótrúlegt og hver leikur á sitt eigið líf. Ef við förum inn í alla leiki þannig þá getum við alveg farið í play offs og upp. Þetta er bara einn leikur í einu. Við þurfum að horfa á það þannig. Vinna næsta leik, þá ættum við að vera í góðum málum.“ sagði Nemanja.

Viðtalið við Nemanja má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner