Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK fékk reisupassann í lok leiks við Val í kvöld og ákvað að senda aðstoðarmann sinn Viktor Bjarka í viðtal að honum loknum. Tap í fyrsta haustleiknum var það fyrsta sem við ræddum.
"Þetta var mikið rok og mikil rigning en það er líka gaman að spila í svoleiðis veðri."
"Þetta var mikið rok og mikil rigning en það er líka gaman að spila í svoleiðis veðri."
Valsmenn náðu flæði gegn vindinum í upphafi síðari hálfleiks, voru HK menn að ofmeta hagnaðinn í vindinum.
"Ég myndi ekki segja það, það er erfiðara að senda boltann innfyrir með vindi en á móti vindi. Mér fannst við standa betur á þá í fyrri hálfleik, eftir 15 - 20 mínútur í seinni hálfleik náðu þeir að spila okkur aftar á völlinn og gerðu það vel.
Það var svekkjandi að fá á sig svona mark, Aron er skotfastur og nær góðu sem Arnar vel en það má ekki gleyma Patrick inn í teignum, hann er gammur sem tekur þau færi sem honum gefast."
Brynjar þjálfari fékk 2 gul og þar með rautt í lok leiks, hvað var það sem kallaði á þau viðbrögð dómarans?
"Brynjar var ósáttur dóm og sagði eitthvað sem var ekki dónalegt, ég heyrði ekki hvað var að gerast og heyrði að fjórði dómarinn lét senda hann upp í stúku. Þetta er leiðinlegt en ekki meira um það að segja."
Allt varð vitlaust í uppbótartímanum þegar HK menn eiga skot að marki sem fer rétt framhjá, eftir skotið fer Haukur Páll í leikmann þeirra og menn vildu víti. Skoðun Viktors?
"Ég hélt að boltinn væri á leiðinni inn og eiginlega byrjaður að fagna. Arnþór tók skot og var tæklaður, ef að þetta hefði verið markmaður sem tæklaði hefði verið dæmt viti. Strákarnir eru harðir á því að þetta hafi verið víti."
Nánar er rætt við Viktor í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir























