Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 30. september 2022 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tíðindin komu Einari Orra á óvart - „Gögnin hafa greinilega sýnt annað"
Keflvíkingurinn Einar Orri
Keflvíkingurinn Einar Orri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Ástríðan greindi Magnús Þórir Matthíasson frá því að hann væri hættur í fótbolta og að Einar Orri Einarsson yrði ekki áfram leikmaður Njarðvíkur. Njarðvík vann 2. deildina í sumar og leikur í Lengjudeildinni næsta suma.

Njarðvík bauð Einari, sem er 32 ára miðjumaður, ekki nýjan samning. Einar var á bekknum í liði ársins í 2. deild.

„Mér líður nú bara allt í lagi. Það hafa stærri hlutir gerst en að leikmaður fái ekki áframhaldandi samnings tilboð. Það kom mér auðvitað á óvart, eins og þessi þjálfaramál gerðu líka," sagði Einar Orri við Fótbolta.net í dag.

Var eitthvað samtal við nýráðinn þjálfara Arnar Hallsson sem útskýrði þetta eða tók stjórnin þessa ákvörðun?

„Ég talaði aldrei við Arnar og veit svo sem ekki hvort þetta hafi verið hans ákvörðun eða stjórnar og það skiptir engu máli."

Arnar var ráðinn þjálfari Njarðvíkur í vikunni eftir að tilkynnt var að Bjarni Jóhannsson yrði ekki áfram. Hólmar Örn Rúnarsson var í teymi með Bjarna, bjóst Einar við því að Hólmar tæki við starfinu?

„Já mér fannst það meika mest sens í þessu eftir líklega besta tímabil í sögu Njarðvíkur en gögnin hafa greinilega sýnt annað."

Hvað tekur við?

„Framhaldið hjá mér er óráðið, ég gef mér smá tíma til að hugsa hvort ég haldi áfram að spila eða fari bara í golfið með Magga Matt," sagði Einar að lokum.
Ástríðan - Uppgjör í 2. deildinni - Gestir frá toppliðum og lið ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner