Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
   mán 30. september 2024 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Evanilson opnaði markareikninginn sinn í öruggum sigri
Semenyo hefur byrjað tímabilið vel
Semenyo hefur byrjað tímabilið vel
Mynd: EPA

Bournemouth 3 - 1 Southampton
1-0 Evanilson ('17 )
2-0 Dango Ouattara ('32 )
3-0 Antoine Semenyo ('39 )
3-1 Taylor Harwood-Bellis ('51 )


Bournemouth lagði Southampton sannfærandi á heimavelli í kvöld.

Evanilson opnaði markareikninginn sinn fyrir félagið eftir að hann gekk til liðs við Bournemouth frá Porto í sumar en hann kom liðinu yfir.

Dango Ouattara bætti öðru markinu en boltinn fór af honum og í netið eftir skot frá Lewis Cook. Undir lok fyrri hálfleiks fór Antoine Semenyo ansi illa með varnarmenn Southampton og skoraði með góðu skoti. Þetta var þriðja mark hans á tímabilinu.

Southampton náði að klóra í bakkann í seinni hálfleik þegar Taylor Harwood-Bellis kom boltanum í netið og þeir reyndu hvað þeir gátu að bæta við mörkum en það tókst ekki og sigur Bournemouth staðreynd.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner