Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 10:31
Elvar Geir Magnússon
Juventus sætir rannsókn ítölsku lögreglunnar
Andrea Agnelli, formaður Juventus.
Andrea Agnelli, formaður Juventus.
Mynd: EPA
Stórliðið Juventus er undir rannsókn hjá ítölsku lögreglunni vegna grunsemda um fjármálamisferli þegar kemur að leikmannaviðskiptum. Fjölmiðlar tala um að alls sé verið að skoða kaup og sölur á 42 leikmönnum.

Sex yfirmenn sem hafa starfað hjá Juventus, bæði fyrrverandi og núverandi, eru rannsakaðir en þar á meðal er Fabio Paratici sem var ráðinn til Tottenham í sumar.

Formaðurinn Andrea Agnelli og fyrrum leikmaðurinn og goðsögnin Pavel Nedved eru líka meðal þeirra sem sæta rannsókn lögreglu.

Húsleit var gerð á skrifstofum félagsins í Tórínó síðasta föstudag. Samningar einhverra leikmanna og önnur skjöl voru meðal þess sem lögreglan tók sem sönnunargögn.

Grunsemdir eru um að maðkur sé í mysunni í bókhaldi Juventus og pappírar verið falsaðir til að félagið gæti staðist fjárhagsreglurnar, Financial Fair Play.
Athugasemdir
banner
banner