Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. nóvember 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlega góð blanda í liðinu sem gæti barist um verðlaun á EM
Hugurinn mestmegnis við HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís eftir leik á EM í Hollandi.
Glódís eftir leik á EM í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Á næsta ári fer fram EM kvenna á Englandi. Ísland er á meðal þátttökuþjóða og var leikmaður íslenska liðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, spurð út í EM á fréttamannafundi í gær.

Vonast til að spila á HM með landsliðinu
Það má greina mikla spennu hjá þjóðinni fyrir EM hjá ykkur á næsta ári. Leitar hugurinn þangað á þessum tímapunkti?

„Já og nei. Það er búin að vera mikil umræða um þetta bæði í fjölmiðlum og í samfélaginu. Við erum ótrúlega spenntar að fara á EM en við erum akkúrat núna að fara á HM," sagði Glódís.

„Það er markmiðið okkar núna. Við þurfum að vera einbeittar á það ef við ætlum að koma okkur þangað því það er erfiðara að komas þangað en á EM. Það er það næsta stóra sem væri gaman að fá að upplifa með landsliðinu."

„Ég vona að við náum að gera það á meðan ég er enn í landsliðinu. Það væri sérstaklega gaman að fara núna þar sem þetta verður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem verður alveg geggjað. Við erum með hugann við EM en akkúrat núna er hann mestmegnis í HM."


Eru að fá góða blöndu
Vináttuleikurinn gegn Japan á fimmtudag var mjög góður og fyrsti sigurinn gegn Japan í sögunni. Er þetta besta landslið sem þú hefur spilað með síðan þú komst inn í hópinn?

„Mér finnst ótrúlega erfitt að greina það af því við erum öðruvísi landslið en við höfum verið með áður. Akkúrat núna erum við með ótrúlega mikið af tæknilega góðum leikmönnum í sambland við þetta gamla íslenska, barátta, hlaupageta, varnarleikur og allt þetta sem hefur einkennt okkur. Núna höfum við náð að blanda þessu saman og mér finnst við vera að fá ótrúlega góða blöndu og góða útkomu úr því."

„Það erfitt að miða þetta við það sem var áður en ég er allavega ótrúlega spennt að sjá hvað við getum gert sem lið. Mér fannst við spila ótrúlega vel á móti Japan að mörgu leyti, þær skapa sér eiginlega engin færi og varnarleikurinn var mjög góður á pörtum. Við erum komin með það núna gegn Japan, sem við höfum ekki áður, að við getum haldið í boltann og við sköpum okkur færi líka, erum ekki bara að verjast."

„Ég er ótrúlega sátt með leikinn en hefði viljað sjá okkur halda boltanum aðeins lengur á stundum. Það kemur, við erum í vegferð og erum á góðri leið."


Með lið sem gæti barist um verðlaun á EM
Eruði með lið sem gæti barist um verðlaun á EM?

„Já, ég ætla fá að henda já við þessari spurningu. Við erum aldrei að fara inn í mótið sem einhverjir „favorites" (líklegasta liðið) en ef við höldum áfram á þessari vegferð sem við erum á núna og með heppni og stemningu þá ætla ég að segja að það sé allt hægt. Ég veit að hópurinn er ótrúlega hungraður í að gera betur á EM en við gerðum síðast. Að komast upp úr riðlinum er fyrsta markmið," sagði Glódís.
Athugasemdir
banner
banner