Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   þri 30. nóvember 2021 09:50
Elvar Geir Magnússon
Óttast að Rangnick geti ekki stýrt Man Utd gegn Arsenal
Ralf Rangnick er fyrrum stjóri Schalke, Hoffenheim og Leipzig.
Ralf Rangnick er fyrrum stjóri Schalke, Hoffenheim og Leipzig.
Mynd: EPA
Manchester United óttast að Ralf Rangnick geti ekki verið á hliðarlínunni á fimmtudagskvöld þegar liðið mætir Arsenal. Einnig er óvíst hvort hann geti stýrt liðinu gegn Crystal Palace þremur dögum síðar.

Þjóðverjinn býður eftir atvinnuleyfi og auk þess eru nýjar Covid takmarkanir að setja strik í reikninginn.

Starfsliði United var sagt í gær að ólíklegt væri að Rangnick yrði við stjórnvölinn þar til í vikulok. Michael Carrick stýrir liðinu áfram þar til Rangnick getur tekið við.

Komnar eru strangari Covid reglur fyrir þá sem ferðast á Bretlandseyjum en þær tóku gildi í morgun.

Carrick hefur stýrt tveimur leikjum United, Meistaradeildarsigrinum gegn Villarreal og jafnteflinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Rangnick mun stýra United í sex mánuði, út tímabilið, og svo tekur í gildi samningur um að hann verði ráðgjafi hjá félaginu í tvö ár.

United staðfesti í gær að Carrick og aðrir sem voru í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær, þar á meðal Mike Phelan og Kieran McKenna, myndu starfa áfram hjá félaginu. Rangnick mun taka einhverja aðstoðarmenn sína með sér til félagsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner