Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 30. nóvember 2022 18:00
Elvar Geir Magnússon
Hjulmand: Tek fulla ábyrgð á þessari niðurstöðu
Kasper Hjulmand.
Kasper Hjulmand.
Mynd: Getty Images
Danska liðið er á leið heim frá Katar eftir 1-0 tap gegn Ástralíu. Miklar væntingar voru til Danmerkur fyrir mót en liðið náði sér aldrei á strik og endaði á botni riðilsins með eitt stig.

„Þetta er risastórt svekkelsi og mikil vonbrigði. Allar þessar vondu tilfinningar eru að sjóða inni í mér," sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins.

Danska liðið hafði spilað vel í aðdraganda mótsins en á stóra sviðinu gekk ekkert upp. Af hverju?

„Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki með svar því hér og nú. Það á eftir að greina þetta allt síðar. Nú eru það bara tilfinningarnar og vonbrigðin sem tala. Það er leiðinlegt að við gátum ekki fært fólkinu heima það sem við öll vildum, það er sárt."

Hefðir þú getað gert betur sem þjálfari?

„Já auðvitað, það er mín ábyrgð klárlega að allt sé orðið 100% klárt þegar komið er í lokamótið. Ég tek fulla ábyrgð,"sagði Hjulmand við fjölmiðla eftir mótið.

Sjá einnig:
Aðhlátursefni í Katar - Hjulmand fær 0 í einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner