Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fim 30. nóvember 2023 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Wales
Við giskum á að Glódís og Guðrún byrji báðar. Hér eru þær á æfingunni í morgun.
Við giskum á að Glódís og Guðrún byrji báðar. Hér eru þær á æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir byjar líklega á miðjunni.
Hildur Antonsdóttir byjar líklega á miðjunni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Wales í Þjóðadeild Evrópu klukkan 19:15 annað kvöld en leikurinn fer fram ytra, á Cardiff City leikvangnum.

Ísland þarf stig út úr leiknum til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni.

Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn og engin ný meiðsli frá leikjunum við Þýskaland og Danmörku í lok síðasta mánaða. Liðið sýndi miklar framfarir í þeim glugga og því giskum við á að Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins haldi sig við óbreytt lið frá 0-2 tapinu gegn Þjóðverjum.


Telma Ívarsdóttir verði í markinu með fjöggurra manna vörn fyrir framan sig, miðverðir verði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bakverðir verði áfram Sædís Rún Heiðarsdóttir og Guðrún Arnardóttir.

Á miðjunni verði þær Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttir í holunni fyrir framan þær.

Hlín Eiríksdóttir verði ein frammi en Sandra María Jessen og Hafrún Rakel Halldórsdóttir á köntunum og klárar í að bakka vel til að dekka varnarleikinn.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og einnig sýndur á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner