Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   þri 31. janúar 2023 11:24
Elvar Geir Magnússon
Skilur ekki þá stuðningsmenn Arsenal sem eru ekki hrifnir af komu Jorginho
Arsenal er búið að ná samkomulagi við Chelsea um 12 milljón punda kaupverð á ítalska miðjumanninum Jorginho. Hann mun skrifa undir samning til 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Arsenal ákvað að sækja þennan 31 árs gamla leikmann þegar ljóst var endanlega að Brighton myndi ekki selja Moises Caicedo í þessum glugga.

Henry Winter á Times, einn virtasti íþróttafréttamaður Breta, segist ekki skilja þá stuðningsmenn Arsenal sem hafa verið mótfallnir því að Jorginho yrði keyptur.

„Ég skil ekki andúð sumra stuðningsmanna Arsenal varðandi Jorginho. Félagið þarf að fá inn meiri breidd á miðsvæðið. Þarna er reynslumikill leikmaður, sigurvegari, leikmaður sem brýtur upp leikinn og tapar boltanum. Hann er nokkuð hægur en góður upp á breiddina fyrir Arsenal. 12 milljónir punda eru góð viðskipti," segir Winter.

Gail Davis, íþróttafréttamaður Sky Sports, segir að reynsla Jorginho geti komið Arsenal, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, vel á seinni hluta tímabilsins.

„Mikel Arteta vildi fá inn miðjumann. Thomas Partey meiddist í bikarleiknum um helgina og fór í myndatöku. Það eru ekki komnar fréttir af þeim meiðslu. Arteta er hrifinn af því að vinna með ungum leikmönnum en það þarf reynslu líka, með því að kaupa Jorginho þá kaupir hann reynslu," segir Davis.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner