Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   fös 31. janúar 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Mynd: Stjarnan

Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og heilt yfir fannst mér leikurinn jafn. Ákveðnir hlutir sem við díluðum ekki vel við og eitthvað af mörkunum þeirra kom upp úr því. Það er bara fínt, fínn tímapunktur fyrir okkur að laga það. Bara góður leikur held ég.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-2 tap í úrslitaleik Þungavigtabikarsins gegn Breiðabliki.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Hvernig er staðan á leikmannahópi Stjörnunnar í dag?

Staðan á hópnum er frábær og við erum á góðum stað. Við erum að keyra mjög þungt og höldum því bara áfram. Staðan er góð og það er mikill og góður kraftur í hópnum.

Kjartan Már var ónotaður varamaður fyrir Stjörnunna í dag, verður hann leikmaður Stjörnunnar næsta sumar?

Það getur farið á hvaða veg sem er. Það er mikill áhugi á honum. Svo getur hann byrjað mótið með okkur og þá sjáum við hvað gerist. Hann var aðeins slappur í dag, sjáum hvað gerist.

Samúel Kári fór meiddur af velli í dag en hvernig er staðan á honum?

Það er verið að skoða hann. Hann var aðeins dasaður og slappur, það er verið að kíkja á hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þennan hóp. Sterkur og öflugur karakter, faglegur og er frábær viðbót að öllu leyti, karakter og leikmaður.“

Jökull segir að þessi keppni gefi hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi og er hæstánægður með þessa keppni.

Mér finnst þetta stórkostlegt. Mjög gott mót og góðir leikir. Það er aðeins öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót, það gefur þessu aðeins meira, mjög ánægður með þetta.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner