Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 31. janúar 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Mynd: Stjarnan

Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og heilt yfir fannst mér leikurinn jafn. Ákveðnir hlutir sem við díluðum ekki vel við og eitthvað af mörkunum þeirra kom upp úr því. Það er bara fínt, fínn tímapunktur fyrir okkur að laga það. Bara góður leikur held ég.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-2 tap í úrslitaleik Þungavigtabikarsins gegn Breiðabliki.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Hvernig er staðan á leikmannahópi Stjörnunnar í dag?

Staðan á hópnum er frábær og við erum á góðum stað. Við erum að keyra mjög þungt og höldum því bara áfram. Staðan er góð og það er mikill og góður kraftur í hópnum.

Kjartan Már var ónotaður varamaður fyrir Stjörnunna í dag, verður hann leikmaður Stjörnunnar næsta sumar?

Það getur farið á hvaða veg sem er. Það er mikill áhugi á honum. Svo getur hann byrjað mótið með okkur og þá sjáum við hvað gerist. Hann var aðeins slappur í dag, sjáum hvað gerist.

Samúel Kári fór meiddur af velli í dag en hvernig er staðan á honum?

Það er verið að skoða hann. Hann var aðeins dasaður og slappur, það er verið að kíkja á hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þennan hóp. Sterkur og öflugur karakter, faglegur og er frábær viðbót að öllu leyti, karakter og leikmaður.“

Jökull segir að þessi keppni gefi hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi og er hæstánægður með þessa keppni.

Mér finnst þetta stórkostlegt. Mjög gott mót og góðir leikir. Það er aðeins öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót, það gefur þessu aðeins meira, mjög ánægður með þetta.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner