Heimild: Vísir

Óskar Hrafn Þorvaldsson er einn af þeim sem nefndir voru í gær sem mögulegir kostir í þjálfarastarfið hjá karlalandsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson var látinn fara.
Óskar er þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem er hans annað starf í meistaraflokksþjálfun. Hann tók við því starfi eftir tímabilið 2019 eftir að hafa þjálfað Gróttu í tvö ár þar á undan. Hann ræddi við Vísi í dag.
Óskar er þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem er hans annað starf í meistaraflokksþjálfun. Hann tók við því starfi eftir tímabilið 2019 eftir að hafa þjálfað Gróttu í tvö ár þar á undan. Hann ræddi við Vísi í dag.
„Ég hef ekki leitt hugann að því, fyrir það fyrsta, og hef í sjálfu sér engan áhuga á því eins og staðan er í dag. Mér finnst ég vera kominn það stutt á veg og þetta starf er fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir af bestu landsliðsþjálfurunum eru menn sem hafa verið lengi á hliðarlínunni og eru með mikla reynslu. Það er mín tilfinning að ég sé heldur ungur í starfi fyrir þetta starf," sagði Óskar m.a. við Vísi.
Smelltu hér til að lesa viðtalið á Vísi í heild sinni.
Hér að neðan má hlusta á Óskar ræða um komandi tímabil með Breiðabliki sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
Athugasemdir