Logi Ólafsson, þjálfari Víkings var mjög ánægður með að landa þremur stigum í Grindavík í kvöld.
„Jú þetta var þýðingarmikið fyrir okkur. Kærkomið og mikill léttir að ná þremur stigum hérna. Það var mjög nauðsynlegt fyrir okkur að ná þremur stigum í dag," sagði Logi.
Logi var nokkuð ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld að undanskildum upphafsmínútum leiksins.
„Ef tekið er í burtu upphafsmínúturnar þar sem við ætluðum að vera virkilega grimmir og koma okkur inn í leikinn með pressu framarlega á vellinum. Því bara náðum við ekki og vorum heppnir að fá ekki á okkur mark í upphafi leiks."
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og er Logi ánægður með leikmannahóp sinn.
„Við gerðum bara það sem við gátum gert. Það er eiginlega ekkert meira um það að segja. Við erum ánægðir með þennan hóp eins og hann er."
Það kom mörgum á óvart að Ragnar Bragi var lánaður frá Víkingi til uppeldisfélags síns, Fylki en Ragnar var búinn að vera að spila mikið fyrir Víking í sumar.
„Það var hans vilji og hans frumkvæði og við vildum ekkert standa í vegi fyrir því að honum liði betur með því að vera þar."
„Jú þetta var þýðingarmikið fyrir okkur. Kærkomið og mikill léttir að ná þremur stigum hérna. Það var mjög nauðsynlegt fyrir okkur að ná þremur stigum í dag," sagði Logi.
Logi var nokkuð ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld að undanskildum upphafsmínútum leiksins.
„Ef tekið er í burtu upphafsmínúturnar þar sem við ætluðum að vera virkilega grimmir og koma okkur inn í leikinn með pressu framarlega á vellinum. Því bara náðum við ekki og vorum heppnir að fá ekki á okkur mark í upphafi leiks."
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og er Logi ánægður með leikmannahóp sinn.
„Við gerðum bara það sem við gátum gert. Það er eiginlega ekkert meira um það að segja. Við erum ánægðir með þennan hóp eins og hann er."
Það kom mörgum á óvart að Ragnar Bragi var lánaður frá Víkingi til uppeldisfélags síns, Fylki en Ragnar var búinn að vera að spila mikið fyrir Víking í sumar.
„Það var hans vilji og hans frumkvæði og við vildum ekkert standa í vegi fyrir því að honum liði betur með því að vera þar."
Athugasemdir