Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 31. júlí 2024 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir og ÍR skildu jöfn á Dalvík í Lengjudeildinni í kvöld í fjörugum leik. Fótbolti.net ræddi við Árna Frey Guðnason þjálfara ÍR eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

„Við byrjuðum mjög illa og svo fá þeir rautt spjald eftir tíu mínútur, við erum einum fleiri í 60-70 mínútur áður en Sæmi lætur reka sig útaf.  Það er svekkjandi að hafa ekki náð forystunni, þeir skora úr víti og við náum að jafna í lokin sem er gott," sagði Árni Freyr.

Nikola Kristinn Stojanovic leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Sæmundur Sven A Schepsky, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Ég sá fyrra rauða spjaldið mjög vel, það var beint fyrir framan okkur. Hann var óheppinn, fer með sólann rétt undir hnéið á honum seem ég held að sé rautt spjald," sagði Árni um brottrekstur Nikola.

„Það er 100% rautt spjald. Ef hann slær til hans eins og dómarinn segir. Ég sá það ekki því boltinn var einhvers staðar annars staðar. Hann dæmdi rautt og það verður bara að vera þannig," sagði Árni um brottrekstur Sæmundar.

ÍR-ingar sóttu í sig veðrið þeegar Sæmundur var rekinn af velli.

„Mér fannst það svolítið skrítið því mér fannst við vera slakastir rétt áður en við fáum rautt og eftir rauða spjaldið fáum við smá kraft og fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt," sagði Árni Freyr.


Athugasemdir
banner
banner