Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   mið 31. júlí 2024 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir og ÍR skildu jöfn á Dalvík í Lengjudeildinni í kvöld í fjörugum leik. Fótbolti.net ræddi við Árna Frey Guðnason þjálfara ÍR eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

„Við byrjuðum mjög illa og svo fá þeir rautt spjald eftir tíu mínútur, við erum einum fleiri í 60-70 mínútur áður en Sæmi lætur reka sig útaf.  Það er svekkjandi að hafa ekki náð forystunni, þeir skora úr víti og við náum að jafna í lokin sem er gott," sagði Árni Freyr.

Nikola Kristinn Stojanovic leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Sæmundur Sven A Schepsky, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Ég sá fyrra rauða spjaldið mjög vel, það var beint fyrir framan okkur. Hann var óheppinn, fer með sólann rétt undir hnéið á honum seem ég held að sé rautt spjald," sagði Árni um brottrekstur Nikola.

„Það er 100% rautt spjald. Ef hann slær til hans eins og dómarinn segir. Ég sá það ekki því boltinn var einhvers staðar annars staðar. Hann dæmdi rautt og það verður bara að vera þannig," sagði Árni um brottrekstur Sæmundar.

ÍR-ingar sóttu í sig veðrið þeegar Sæmundur var rekinn af velli.

„Mér fannst það svolítið skrítið því mér fannst við vera slakastir rétt áður en við fáum rautt og eftir rauða spjaldið fáum við smá kraft og fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt," sagði Árni Freyr.


Athugasemdir
banner