Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. júlí 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Hallgrímur tekur við bandinu af Ara
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kent Niel­sen, nýr þjálfari danska liðsins OB, hefur ákveðið að gera fyrirliðabreytingu. Ari Freyr Skúlason var fyrirliði liðsins en annar Íslendingur, Hallgrímur Jónasson, tekur við bandinu.

Niel­sen segir á heimasíðu félagsins að það sé engin dramatík í kringum þessa breytingu og Ari hafi sýnt breytingunni skilning.

„Ég hef ekki á nokkurn hátt verið óánægður með Ara og hann er nú varafyrirliði. Ég tel að Hallgrímur henti betur sem fyrirliði. Hann er gríðarlega leiðandi á æfingum og góð fyrirmynd," segir Nielsen.

Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst eftir rúma viku.
Athugasemdir
banner
banner