Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 31. október 2020 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea ekki í vandræðum - Ziyech skoraði og lagði upp
Burnley 0 - 3 Chelsea
0-1 Hakim Ziyech ('26)
0-2 Kurt Zouma ('63)
0-3 Timo Werner ('70)

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópi hjá Burnley vegna meiðsla er liðið steinlá á heimavelli gegn Chelsea í dag.

Hakim Ziyech spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni og skoraði eftir 26 mínútur.

Chelsea var með öll völd á vellinum í leiknum og tvöfaldaði Kurt Zouma forystuna í síðari hálfleik þegar hann stangaði hornspyrnu Mason Mount í netið.

Skömmu síðar rak Timo Werner síðasta naglann í líkkistuna eftir sendingu frá Ziyech og gerði út af við Burnley.

0-3 sigur staðreynd og Chelsea er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, með tólf stig eftir sjö umferðir. Burnley er á botninum með eitt stig.
Athugasemdir
banner