Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 09. júlí 2008 14:23
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða KSÍ 
Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla Jónasar Hallgrímssonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið harmar ummæli Jónasar Hallgrímssonar þjálfara Völsungs í viðtali við Fótbolta.net í gær þar sem hann sagðist hættur afskiptum af knattspyrnu vegna dómgæslu.

Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla þjálfara

Knattspyrnusamband Íslands harmar þau ummæli sem Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum varðandi dómara, önnur félagslið og aðra þá er að knattspyrnu koma á Íslandi og vísar þeim algerlega á bug. Mjög alvarlegar ásakanir koma fram í ummælum Jónasar og alveg ljóst að undir þeim verður ekki setið án viðbragða.

Samskipti KSÍ við Völsung hafa verið með miklum ágætum, þar hefur verið unnið gott starf og hafa þaðan komið margir af bestu knattspyrnumönnum landsins í gegnum árin. Sorglegt er því að þjálfari félagsins ráðist fram með rakalausum fullyrðingum og ásökunum sem beint er gegn dómurum, aðildarfélögum og aðilum innan KSÍ og geta á engan hátt talist settar fram af jafnvægi og yfirvegun.

Sjá einnig:
Jónas Hallgrímsson útskýrir afhverju hann hætti vegna dómgæslu
Yfirlýsing frá knattspyrnuráði Völsungs

Athugasemdir
banner
banner