Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 23. ágúst 2010 21:08
Magnús Valur Böðvarsson
Ólafur: Held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á heimavelli gegn botnliði Hauka í kvöld en þetta var um leið fyrsti sigur Hauka.

,,Ég er náttúrulega ósáttur, Haukarnir voru bara ákveðnari en við í fyrri hálfleik. Ég hélt að ég myndi ekki þurfa að taka mér þessi orð í munn og segja, 'þeir vildu þetta meira' því mér finnst skrítið þegar um íþróttakeppni er að ræða að menn vilji þetta lítið en þeir vildu þetta meira, við vorum slakir í fyrri hálfleik og þ‏eir gengu á lagið," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafði sagt í gærkvöld að Blikar myndu vinna leikinn 6-7 núll. Ólafur var spurður út í þau ummæli í ljósi úrslita kvöldsins.

,,Ég held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS og þakka honum fyrir, hann getur hafa kveikt í þeim," sagði Ólafur um ummæli Heimis.

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks var tekinn af velli á 37. mínútu eftir að Haukar skoruðu annað markið í leiknum.

,,Fyrirliðinn er náttúrulega leiðtoginn og þú gefur honum oft lengri snúru en öðrum en mér fannst hann búinn að vera að spila slakan leik fram að því, liðið í heild reyndar, en ég var ósáttur við hann og frammistöðu liðsins og sendi þar af leiðandi skilaboð inn í liðið að menn þyrftu að hysja upp um sig og það yrðu aðrir að stíga upp."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
banner