Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 23. ágúst 2010 21:08
Magnús Valur Böðvarsson
Ólafur: Held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á heimavelli gegn botnliði Hauka í kvöld en þetta var um leið fyrsti sigur Hauka.

,,Ég er náttúrulega ósáttur, Haukarnir voru bara ákveðnari en við í fyrri hálfleik. Ég hélt að ég myndi ekki þurfa að taka mér þessi orð í munn og segja, 'þeir vildu þetta meira' því mér finnst skrítið þegar um íþróttakeppni er að ræða að menn vilji þetta lítið en þeir vildu þetta meira, við vorum slakir í fyrri hálfleik og þ‏eir gengu á lagið," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafði sagt í gærkvöld að Blikar myndu vinna leikinn 6-7 núll. Ólafur var spurður út í þau ummæli í ljósi úrslita kvöldsins.

,,Ég held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS og þakka honum fyrir, hann getur hafa kveikt í þeim," sagði Ólafur um ummæli Heimis.

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks var tekinn af velli á 37. mínútu eftir að Haukar skoruðu annað markið í leiknum.

,,Fyrirliðinn er náttúrulega leiðtoginn og þú gefur honum oft lengri snúru en öðrum en mér fannst hann búinn að vera að spila slakan leik fram að því, liðið í heild reyndar, en ég var ósáttur við hann og frammistöðu liðsins og sendi þar af leiðandi skilaboð inn í liðið að menn þyrftu að hysja upp um sig og það yrðu aðrir að stíga upp."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner