Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 23. ágúst 2010 21:08
Magnús Valur Böðvarsson
Ólafur: Held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á heimavelli gegn botnliði Hauka í kvöld en þetta var um leið fyrsti sigur Hauka.

,,Ég er náttúrulega ósáttur, Haukarnir voru bara ákveðnari en við í fyrri hálfleik. Ég hélt að ég myndi ekki þurfa að taka mér þessi orð í munn og segja, 'þeir vildu þetta meira' því mér finnst skrítið þegar um íþróttakeppni er að ræða að menn vilji þetta lítið en þeir vildu þetta meira, við vorum slakir í fyrri hálfleik og þ‏eir gengu á lagið," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafði sagt í gærkvöld að Blikar myndu vinna leikinn 6-7 núll. Ólafur var spurður út í þau ummæli í ljósi úrslita kvöldsins.

,,Ég held að Andri eigi að senda honum bréf eða SMS og þakka honum fyrir, hann getur hafa kveikt í þeim," sagði Ólafur um ummæli Heimis.

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks var tekinn af velli á 37. mínútu eftir að Haukar skoruðu annað markið í leiknum.

,,Fyrirliðinn er náttúrulega leiðtoginn og þú gefur honum oft lengri snúru en öðrum en mér fannst hann búinn að vera að spila slakan leik fram að því, liðið í heild reyndar, en ég var ósáttur við hann og frammistöðu liðsins og sendi þar af leiðandi skilaboð inn í liðið að menn þyrftu að hysja upp um sig og það yrðu aðrir að stíga upp."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner