Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 18. júlí 2011 22:43
Alexander Freyr Tamimi
Steven Lennon: Þeir þurftu einhvern sem getur nýtt færin
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja Framara þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Mark Lennon dugði til að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur í deildinni og var hann ánægður með byrjunina hér á Íslandi.

„Þetta var mjög góð byrjun. Þetta er það sem maður vill sem framherji, maður vill skora snemma og ég er ánægður með að hafa tekist þetta. Þetta voru nauðsynleg þrjú stig fyrir Fram og vonandi getum við endurtekið leikinn í næstu viku og ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon við Fótbolta.net.

Sjálfur segist Lennon kunna vel við lífið á Íslandi hingað til og segir hann að Alan Lowing, fyrrum liðsfélagi hans hjá Rangers, hafi hjálpað honum að aðlagast landinu.

„Lífið er gott hérna, ég þekki Alan Lowing frá því að við vorum saman hjá Rangers og hann hefur hjálpað mér að aðlagast. Strákarnir hafa líka boðið mig velkominn svo að ég er ánægður hérna,“ bætti hann við.

Lennon viðurkennir að mikil barátta sé fram undan ef Framarar ætla að halda sæti sínu í deildinni og segist hann vonast til að geta hjálpað þeim með því að skora fleiri mörk.

„Það er mikil barátta framundan. Ég held að þetta hafi verið það sem fram þurfti, einhvern sem gæti nýtt færin sem þeir eru að skapa, og vonandi get ég gert það fyrir félagið. Það er mikilvægt að ná þremur stigum í næstu og þarnæstu viku og komast ofar í deildinni,“ bætti hann við.

Viðtalið við Lennon má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner