Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   mán 18. júlí 2011 22:43
Alexander Freyr Tamimi
Steven Lennon: Þeir þurftu einhvern sem getur nýtt færin
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja Framara þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Mark Lennon dugði til að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur í deildinni og var hann ánægður með byrjunina hér á Íslandi.

„Þetta var mjög góð byrjun. Þetta er það sem maður vill sem framherji, maður vill skora snemma og ég er ánægður með að hafa tekist þetta. Þetta voru nauðsynleg þrjú stig fyrir Fram og vonandi getum við endurtekið leikinn í næstu viku og ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon við Fótbolta.net.

Sjálfur segist Lennon kunna vel við lífið á Íslandi hingað til og segir hann að Alan Lowing, fyrrum liðsfélagi hans hjá Rangers, hafi hjálpað honum að aðlagast landinu.

„Lífið er gott hérna, ég þekki Alan Lowing frá því að við vorum saman hjá Rangers og hann hefur hjálpað mér að aðlagast. Strákarnir hafa líka boðið mig velkominn svo að ég er ánægður hérna,“ bætti hann við.

Lennon viðurkennir að mikil barátta sé fram undan ef Framarar ætla að halda sæti sínu í deildinni og segist hann vonast til að geta hjálpað þeim með því að skora fleiri mörk.

„Það er mikil barátta framundan. Ég held að þetta hafi verið það sem fram þurfti, einhvern sem gæti nýtt færin sem þeir eru að skapa, og vonandi get ég gert það fyrir félagið. Það er mikilvægt að ná þremur stigum í næstu og þarnæstu viku og komast ofar í deildinni,“ bætti hann við.

Viðtalið við Lennon má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner