Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   mán 18. júlí 2011 22:43
Alexander Freyr Tamimi
Steven Lennon: Þeir þurftu einhvern sem getur nýtt færin
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja Framara þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Mark Lennon dugði til að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur í deildinni og var hann ánægður með byrjunina hér á Íslandi.

„Þetta var mjög góð byrjun. Þetta er það sem maður vill sem framherji, maður vill skora snemma og ég er ánægður með að hafa tekist þetta. Þetta voru nauðsynleg þrjú stig fyrir Fram og vonandi getum við endurtekið leikinn í næstu viku og ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon við Fótbolta.net.

Sjálfur segist Lennon kunna vel við lífið á Íslandi hingað til og segir hann að Alan Lowing, fyrrum liðsfélagi hans hjá Rangers, hafi hjálpað honum að aðlagast landinu.

„Lífið er gott hérna, ég þekki Alan Lowing frá því að við vorum saman hjá Rangers og hann hefur hjálpað mér að aðlagast. Strákarnir hafa líka boðið mig velkominn svo að ég er ánægður hérna,“ bætti hann við.

Lennon viðurkennir að mikil barátta sé fram undan ef Framarar ætla að halda sæti sínu í deildinni og segist hann vonast til að geta hjálpað þeim með því að skora fleiri mörk.

„Það er mikil barátta framundan. Ég held að þetta hafi verið það sem fram þurfti, einhvern sem gæti nýtt færin sem þeir eru að skapa, og vonandi get ég gert það fyrir félagið. Það er mikilvægt að ná þremur stigum í næstu og þarnæstu viku og komast ofar í deildinni,“ bætti hann við.

Viðtalið við Lennon má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner
banner