Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. ágúst 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Þurfti á þessum mörkum að halda
Pétur Bjarnason (Vestri)
Pétur í leik með Vestra.
Pétur í leik með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég þurfti svolítið á þessum mörkum að halda. Sem fremsti maður ertu dæmdur út frá mörkum, sérstaklega í þessum neðri deildum
,,Ég þurfti svolítið á þessum mörkum að halda. Sem fremsti maður ertu dæmdur út frá mörkum, sérstaklega í þessum neðri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Bjarni Jóhannsson þjálfar Vestra.
Bjarni Jóhannsson þjálfar Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Úr leik Vestra og Magna á síðustu leiktíð. Vestri stefnir upp í sumar.
Úr leik Vestra og Magna á síðustu leiktíð. Vestri stefnir upp í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pétur Bjarnason fór á kostum þegar Vestri vann 5-0 stórsigur gegn Hetti í 2. deild karla um liðna helgi. Pétur, sem leikur í fremstu víglínu, skoraði þrjú af fimm mörkum Vestra og er hann leikmaður umferðarinnar í 2. deild hjá Fótbolta.net. Leikur Vestra og Hattar var í 13. umferð deildarinnar.

„Við settum pressu á þá í byrjun leiks, fengum nokkur færi og náðum marki snemma sem var mikilvægt. Eftir það voru þeir svolítið með boltann en sköpuðu þó ekki mikið. Við fórum aðeins yfir hlutina í hálfleik, náðum öllum tökum á leiknum snemma í seinni hálfleik og rúlluðum yfir þá," sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net í dag er hann var aðspurður út í leikinn gegn Hetti.

„Það var góð tilfinning fyrir mig að skora þrennu. Í fyrsta markinu datt boltinn óvænt fyrir mig í teignum, í öðru markinu tók ég boltann niður í teignum og setti hann yfir markmanninn eftir skemmtulega vippu inn fyrir vörnina frá Josh (Signey). Þriðja markið var einnig eftir sendingu inn fyrir vörnina."

Pétur er búinn að vera flottur í sumar og er kominn með átta mörk í 13 deildarleikjum. Hann setur meiri kröfur á sjálfan sig og vill skora enn meira.

„Ég þurfti svolítið á þessum mörkum að halda. Sem fremsti maður ertu dæmdur út frá mörkum, sérstaklega í þessum neðri deildum," segir Pétur.

„Já, ég get alveg verið nokkuð sáttur með mína frammistöðu hingað til, er búinn að vera spila vel en vil skora fleiri mörk en ég hef verið að gera. Ég á meira inni. Það er kannski hægt að orða það þannig að ég á ennþá eftir að koma sjálfum mér á óvart."

„Þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur"
Það er alltaf erfitt að fara út á land og spila eins og þá er til dæmis erfitt að fara á Ísafjörð að spila gegn Vestra. Pétur segir að Samúel Samúelsson, formaður hjá knattspyrnudeild Vestra, hafi lagt mikið í púkkið í sumar til að hjálpa liðinu í erfiðum útileikjum.

„Það getur verið erfitt að spila við þessi lið fyrir austan og auðvitað alltaf svolítið ferðalag fyrir okkur. Sammi hefur ákveðið að vera góður við okkur þetta árið og flogið okkur í þessa leiki. Við erum með gott lið og ef við spilum eins og við höfum verið að gera síðustu vikur er ekkert lið að fara stoppa okkur, en á sama tíma er þessi deild þannig að það er enginn leikur unninn fyrir fram."

Eins og Pétur kemur inn á er Vestri að spila vel þessa daganna og er liðið í fimmta sæti 2. deildar. Það eru aðeins þrjú stig upp í efsta sætið en toppbaráttan er ótrúlega hörð.

„Heilt yfir finnst mér við búnir að vera flottir í sumar. Það eru gæði í þessu liði og liðsheildin er góð. Við "ströggluðum" aðeins í byrjun móts og fórum þá yfir það hvað þyrfti að laga og hvernig við ætluðum að spila og höfum verið á góðu skriði síðan. Við hugsum ekki um byrjunina núna."

Getur Vestri farið upp í Inkasso-deildina?

„Baráttan á toppnum er rosaleg og ég held að hún verði það fram í september. Það eiga væntanlega einhver lið eftir að gefa eftir en núna eru í rauninni sjö lið sem eiga möguleika. Það er bara næsti leikur sem skiptir máli í þessu en auðvitað ætlum við okkur að vinna þessa deild," segir Pétur.

„Bjarni frábær frá fyrsta degi"
Pétur er ungur að árum, hann er fæddur árið 1997 en samt hefur hann verið að spila í meistarflokki síðan 2014.

Pétur hefur aldrei skorað meira á einu tímabili í meistaraflokki. Bjarni Jóhannsson tók við Vestra en Pétur hrósar reynsluboltanum Bjarna í hástert.

„Bjarni hefur verið frábær frá fyrsta degi."

„Það er mikil ástríða í honum og hann hefur ásamt leikmönnum skapað mikla stemningu í kringum þetta hjá okkur. Við erum með ungt lið og marga efnilega stráka. Hann hefur að mér finnst eitthvað sem við þurftum allir á að halda og kemur með ákveðna fagmennsku og reynslu inn í klúbbinn. Ég nýt þess að spila undir hans stjórn," sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.

Vestri er að spila í 2. deildinni í kvöld og mætir Völsungi í toppslag á sínum heimavelli.

Fjórir aðrir leikir eru einnig í deildinni í kvöld og lýkur 14. umferðinni með þeim.

Leikir kvöldsins:
18:00 Vestri-Völsungur (Olísvöllurinn)
18:00 Víðir-Afturelding (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Fjarðabyggð-Höttur (Eskjuvöllur)
19:15 Huginn-Leiknir F. (Seyðisfjarðarvöllur)
19:15 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)

Grótta vann 4-1 sigur á Kára í gær.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner