Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 05. september 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Vill meina að hann hafi kennt mér að skora
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Andri Freyr Jónasson er markahæsti leikmaður 2. deildar.
Andri Freyr Jónasson er markahæsti leikmaður 2. deildar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri gerði mjög mikilvægt sigurmark gegn Gróttu.
Andri gerði mjög mikilvægt sigurmark gegn Gróttu.
Mynd: Raggi Óla
Fer Afturelding upp í Inkasso? Liðið er í góðri stöðu.
Fer Afturelding upp í Inkasso? Liðið er í góðri stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Stemingin í hópnum var gríðarlega góð fyrir leik, menn voru vel fókuseraðir og við ætluðum okkur að sækja þessi þrjú stig," sagði Andri Freyr Jónasson, leikmaður Afturelding, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Andri er leikmaður 19. umferðarinnar í 2. deild. Hann skoraði sigurmark Aftureldingar gegn Gróttu í toppslagnum um síðastaliðna helgi. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta sé í fyrsta sinn sem Andri fær útnefninguna í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar, kominn með 17 mörk.

Markið sem Andri skoraði gegn Gróttu gerði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann var tæpur fyrir leikinn en átti öfluga innkomu og skoraði sigurmarkið, 2-1. Þetta mark er væntanlega eitt það mikilvægasta sem Andri hefur skorað á ferlinum hingað til.

„Við komumst yfir snemma sem hjálpaði mikið til. Grótta er með flott og vel spilandi lið en við vorum þéttir fyrir og gáfum fá færi á okkur. Við refsuðum þeim síðan með skyndisóknum."

Andri kom inn á þegar klukkan sló 62 mínútur en hann var búinn að skora á 76. mínútu, það sem reyndist vera sigurmarkið. Hver voru skilaboðin frá þjálfurunum?

„Grótta var hátt uppi með varnarlínuna í leiknum og þá sérstaklega á þeim tímapunkti sem ég var að koma inn á. Arnar og Maggi vildu því að ég væri hlaupa í svæðin á bak við þá, sem hentar mér mjög vel og sem betur fer tókst það," segir Andri.

Sama um ummæli Óskars
Leikurinn var föstudaginn síðasta. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, fór í viðtal í útvarpsþættinum Fótbolta.net daginn eftir, en það viðtal hefur fengið mikla athygli í samfélaginu.

Í viðtalinu sagði Óskar meðal annars að hann væri ekki til í að vinna fótboltaleiki eins og Afturelding vann Gróttu. „Ég nenni ekki að verjast til sigurs, ég myndi ekki nenna að verjast til sigurs," sagði Óskar en Andri segist ekki vera að spá mikið út í þessi ummæli.

„Mér í raun gæti ekki verið meira sama. Fótbolti snýst um að vinna leiki og við gerðum það."

Ætlar að skora í síðustu þremur leikjunum
Andri er tvítugur að aldri og er að eiga sitt besta tímabil í meistaraflokki. Til að mynda í fyrra, þá gerði hann þrjú mörk í 10 leikjum í 2. deild. Í sumar hefur hann farið á kostum og er kominn með 17 mörk í 15 leikjum.

Andri er með háleit markmið fyrir lokasprettinn á tímabilinu.

„Persónulega er ég sáttur með hvernig mér hefur gengið í sumar, hef náð að halda ágætis stöðugleika í mínum leik sem er jákvætt. Það eru þó enn þrír leikir eftir og ég ætla mér að skora í þeim öllum."

„Ég æfði mjög vel í vetur og hugsaði vel um mig. Líkamlega er ég í töluvert betra standi en í fyrra. Alexander Aron, sá ágæti maður, vill síðan meina að hann hafi kennt mér að skora mörk og verðum við ekki bara að leyfa honum að halda það."

Staðan fyrir Aftureldingu er góð eftir sigurinn á Gróttu. Liðið er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Er loksins komið að Inkasso-fótbolta hjá Aftureldingu?

„Þetta var þýðingarmikill leikur fyrir okkur og erum við komnir í góða stöðu. Við verðum þó að halda einbeitingu í síðustu leikjunum til þess að það markmið náist (að komast upp í Inkasso-deildina)."

„Við munum leggja allt í sölurnar í þessum þremur leikjum sem eftir eru og vonandi dugar það til. Við eigum Þrótt Vogum í næsta leik sem verður mjög krefjandi verkefni og við einbeitum okkur fyrst að því að sækja þrjá punkta þar," sagði Andri að lokum.

Sjá einnig:
Ástríðan í neðri deildunum - Æsispennandi lokabarátta framundan í 2. deild

Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Leikmaður 15. umferðar: Mykolas Krasnovskis - Leiknir F.
Leikmaður 16. umferðar: Loic Ondo - Afturelding
Leikmaður 17. umferðar: Pétur Theodór Árnason - Grótta
Leikmaður 18. umferðar: Alexander Örn Kárason - Kári
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner