29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 07. janúar 2019 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Loksins get ég hætt að ljúga að öllum
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn aftur til Íslands," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýsamið við Íslandsmeistara Vals um að leika með liðinu næstu árin. Hann kemur til félagsins frá Lilleström í Noregi.

„Ég átti ekki gott ár í Noregi í fyrra og það snerist ekki bara um fótboltann heldur lífið í Noregi. Það er stór breyting að fara frá Belgíu til Noregs, lífsgæðin eru ekki næstum því þau sömu og ég gat ekki aðlagast því að vera í Noregi."

Gary spilaði áður með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík hér á landi og líður vel hérna.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og fá að vera í Reykjavík. Heima er best," sagði Gary en afhverju leitar hann alltaf aftur til Íslands?

„Ég er orðinn hálf íslenskur eftir sjö ár hérna. Mér finnst þægilegt að búa hérna og þegar maður spilar á íslenska tímabilinu fær maður líka meiri tíma heima hjá sér með fjölskyldu og vinum á Englandi. Það var heldur aldrei nein spurning að koma hingað í Val til besta liðsins sem hefur unnið deildina tvö ár í röð. Ég verð miklu glaðari hérna, nýt fótboltans og lífsins."

Nokkrar vikur eru síðan farið var að ræða um að Gary Martin væri á leið til Vals. Þegar við spurðum hann hvers vegna málið hafi dregist á langinn kom í ljós að félagaskiptin eru löngu frágengin þó þau hafi verið tilkynnt í dag.

„Þetta tók ekki nokkrar vikur, fólk heldur það bara. Við náðum samkomulagi á 2-3 klukkustundum eftir að Valur seldi Patrick Pedersen. Það þurfti bara að halda þessu leyndu, Lilleström vissi af þessu og við allir og ég gat ekki sagt neitt. Það var gott að vita að ég væri orðinn leikmaður Vals og það væri engin pressa á mér. Það var því léttir að geta tilkynnt þetta, loksins get ég sagt satt frá og hætt að ljúga að öllum. Ég er virkilega ánægður. Þetta er frábært félag."

Nánar er rætt við Gary í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner