Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mán 07. janúar 2019 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Loksins get ég hætt að ljúga að öllum
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn aftur til Íslands," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýsamið við Íslandsmeistara Vals um að leika með liðinu næstu árin. Hann kemur til félagsins frá Lilleström í Noregi.

„Ég átti ekki gott ár í Noregi í fyrra og það snerist ekki bara um fótboltann heldur lífið í Noregi. Það er stór breyting að fara frá Belgíu til Noregs, lífsgæðin eru ekki næstum því þau sömu og ég gat ekki aðlagast því að vera í Noregi."

Gary spilaði áður með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík hér á landi og líður vel hérna.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og fá að vera í Reykjavík. Heima er best," sagði Gary en afhverju leitar hann alltaf aftur til Íslands?

„Ég er orðinn hálf íslenskur eftir sjö ár hérna. Mér finnst þægilegt að búa hérna og þegar maður spilar á íslenska tímabilinu fær maður líka meiri tíma heima hjá sér með fjölskyldu og vinum á Englandi. Það var heldur aldrei nein spurning að koma hingað í Val til besta liðsins sem hefur unnið deildina tvö ár í röð. Ég verð miklu glaðari hérna, nýt fótboltans og lífsins."

Nokkrar vikur eru síðan farið var að ræða um að Gary Martin væri á leið til Vals. Þegar við spurðum hann hvers vegna málið hafi dregist á langinn kom í ljós að félagaskiptin eru löngu frágengin þó þau hafi verið tilkynnt í dag.

„Þetta tók ekki nokkrar vikur, fólk heldur það bara. Við náðum samkomulagi á 2-3 klukkustundum eftir að Valur seldi Patrick Pedersen. Það þurfti bara að halda þessu leyndu, Lilleström vissi af þessu og við allir og ég gat ekki sagt neitt. Það var gott að vita að ég væri orðinn leikmaður Vals og það væri engin pressa á mér. Það var því léttir að geta tilkynnt þetta, loksins get ég sagt satt frá og hætt að ljúga að öllum. Ég er virkilega ánægður. Þetta er frábært félag."

Nánar er rætt við Gary í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner