Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mán 07. janúar 2019 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Loksins get ég hætt að ljúga að öllum
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn aftur til Íslands," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýsamið við Íslandsmeistara Vals um að leika með liðinu næstu árin. Hann kemur til félagsins frá Lilleström í Noregi.

„Ég átti ekki gott ár í Noregi í fyrra og það snerist ekki bara um fótboltann heldur lífið í Noregi. Það er stór breyting að fara frá Belgíu til Noregs, lífsgæðin eru ekki næstum því þau sömu og ég gat ekki aðlagast því að vera í Noregi."

Gary spilaði áður með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík hér á landi og líður vel hérna.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og fá að vera í Reykjavík. Heima er best," sagði Gary en afhverju leitar hann alltaf aftur til Íslands?

„Ég er orðinn hálf íslenskur eftir sjö ár hérna. Mér finnst þægilegt að búa hérna og þegar maður spilar á íslenska tímabilinu fær maður líka meiri tíma heima hjá sér með fjölskyldu og vinum á Englandi. Það var heldur aldrei nein spurning að koma hingað í Val til besta liðsins sem hefur unnið deildina tvö ár í röð. Ég verð miklu glaðari hérna, nýt fótboltans og lífsins."

Nokkrar vikur eru síðan farið var að ræða um að Gary Martin væri á leið til Vals. Þegar við spurðum hann hvers vegna málið hafi dregist á langinn kom í ljós að félagaskiptin eru löngu frágengin þó þau hafi verið tilkynnt í dag.

„Þetta tók ekki nokkrar vikur, fólk heldur það bara. Við náðum samkomulagi á 2-3 klukkustundum eftir að Valur seldi Patrick Pedersen. Það þurfti bara að halda þessu leyndu, Lilleström vissi af þessu og við allir og ég gat ekki sagt neitt. Það var gott að vita að ég væri orðinn leikmaður Vals og það væri engin pressa á mér. Það var því léttir að geta tilkynnt þetta, loksins get ég sagt satt frá og hætt að ljúga að öllum. Ég er virkilega ánægður. Þetta er frábært félag."

Nánar er rætt við Gary í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner