Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 17. ágúst 2019 20:38
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Menn gáfust ekki upp
Sveinn Þór var stoltur af Magnaliðinu í dag.
Sveinn Þór var stoltur af Magnaliðinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gríðarlega ánægður og stoltur. Frábært hvernig strákarnir tóku leikinn eftir að hafa lent undir,'' sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í Inkasso deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Afturelding

Afturelding byrjaði leikinn mun betur og hreinlega keyrðu yfir Magna fyrstu 15-20 mínútur leiksins en eftir það unnu heimamenn sig inn í leikinn. Sveinn taldi sjálfan sig eiga sök á hægri byrjun Magna.

„Ég tek það alfarið á mig. Það er á mína ábyrgð, við byrjuðum ekki leikinn og vorum bara svona 50 prósent. Vorum langt frá þeim og vorum í rauninni bara að bíða eftir því að þeir myndu skora. Ég tek það bara á mig. En eftir það þá fannst mér við eiga leikinn.''

„Dómarinn sá þetta og hann dæmdi gult fyrir leikaraskap. Auðvitað er betra að vera manni fleiri en ég sá ekki almennilega þetta atvik,'' sagði Sveinn aðspurður um rauða spjaldið í leiknum.

Aðspurður um framhaldið og næsta leik sagði Sveinn: „Við erum náttúrulega búnir að vinna tvo leiki í röð og það er að koma sjálfstraust í strákana, en við erum alveg sallarólegir og bara á jörðinni. Munum bara æfa vel í vikunni, undirbúa okkur fyrir Njarðvík og svo bara tökum við á þeim næsta laugardag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner