Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 12:30
Fótbolti.net
Fólk lætur í sér heyra í sundlaugunum og búðinni
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugi fólks á íslenska landsliðinu er mikill og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari liðsins, segist finna fyrir því á götum úti á Íslandi.

Fólk gefur sig á tal við Frey og ræðir landsliðsmálin þegar það sér hann á hinum ýmsu stöðum.

„Maður fær sérstaklega að heyra það í sundlaugunum. Það er bara gaman," sagði Freyr léttur í bragði í Innkastinu um helgina.

„Maður fær að heyra það og svo fær maður hrós líka. Maður fær líka stundum að heyra það í búðinni. Það er ekki alltaf neikvætt. Stundum eru það forvitnisspurningar og það er bara gaman."

Í Innkastinu útskýrði Freyr einnig af hverju hann er í talstöðvarsambandi upp í stúku á heimaleikjum Íslands á
Laugardalsvelli.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Uppgjör með Freysa eftir skyldusigur í Laugardal
Athugasemdir
banner
banner