Það verður ekkert úr fyrirhuguðum félagaskiptum Youssef En-Nesyri til Juventus eftir að leikmaðurinn náði ekki samkomulagi við ítalska stórveldið.
Juve vildi fá framherjann á lánssamningi með kaupmöguleika en En-Nesyri er ekki nægilega spenntur fyrir þeim möguleika. Hann vill vera keyptur til félagsins og gera langtímasamning.
En-Nesyri er 28 ára gamall og er mikilvægur hlekkur í sterku liði Fenerbahce í Tyrklandi. Hann er landsliðsmaður Marokkó og gerði garðinn fyrst frægan með Sevilla þar sem hann vann Evrópudeildina í tvígang.
„En-Nesyri hefur efasemdir um að koma hingað á lánssamningi og eftir nánari athugun teljum við samskiptum okkar við leikmanninn vera lokið. Við ætlum ekki að kaupa En-Nesyri í janúar," segir Giorgio Chiellini, yfirmaður fótboltamála hjá Juve.
Juventus var búið að ná samkomulagi við Fenerbahce um lánssamning með kaupmöguleika, en leikmaðurinn var ekki nógu hress með að fara bara út á láni.
Þetta þýðir að Juve gæti snúið sér aftur að Jean-Philippe Mateta og Alberti Guðmundssyni sem hafa verið orðaðir við ítalska stórveldið í janúarglugganum.
24.01.2026 09:30
Juve að fá En-Nesyri - Hætta við Mateta og Albert?
Athugasemdir




