Baptiste Gateau er búinn að framlengja samning sinn við Ægi í Þorlákshöfn en hann var einn af lykilmönnum liðsins í fyrra.
Baptiste er 25 ára miðvörður frá Rennes í Frakklandi sem lék í bandaríska háskólaboltanum áður en hann samdi við Ægi.
Hann er stór, sterkur og hraður leikmaður sem skoraði 2 mörk í 16 deildarleikjum á síðustu leiktíð. Hann missti af síðustu leikjum tímabilsins vegna ökklameiðsla en það kom ekki að sök því Ægir vann 2. deildina.
Ægismenn leika því í Lengjudeildinni á næsta ári og er mikið gleðiefni fyrir félagið að hafa tekist að semja aftur við Baptiste.
Hann er búinn að jafna sig eftir ökklameiðslin og tekur að fullu þátt í undirbúningi fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir


