Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   sun 25. janúar 2026 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Nú kemur í ljós úr hverju við erum gerðir
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal óskaði Manchester United til hamingju með góðan sigur eftir viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal náði forystunni í fyrri hálfleik en Rauðu djöflarnir jöfnuðu eftir slæm mistök hjá Martín Zubimendi.

„Við verðum að hrósa Manchester United fyrir þeirra frammistöðu. Við gáfum þeim eitt mark sem er óvanalegt og sárt fyrir okkur og svo skoruðu þeir tvö ótrúleg mörk til að vinna leikinn," sagði Arteta.

„Við vorum frábærir fyrsta hálftímann og vorum við fullkomna stjórn en svo byrjuðum við að missa boltann á hættulegum svæðum. Við misstum stjórnina á leiknum og þeir stóðu uppi sem sigurvegarar."

Patrick Dorgu og Matheus Cunha skoruðu svo draumamörk utan vítateigs í síðari hálfleik til að hirða öll þrjú stigin á Emirates, lokatölur 2-3.

„Svona gerist í fótbolta. Maður getur ekki búist við að tapa aldrei neinum leik, það væri óraunhæft. Núna er það undir okkur komið að bregðast við. Núna kemur í ljós úr hverju við erum gerðir. Við vorum ekki nógu góðir í dag og okkur var refsað fyrir það, við verðum að vera betri í næstu leikjum.

„Að tapa er partur af því að vera sigurvegari. Við verðum að læra af þessu. Strákarnir hafa verið svo góðir allt tímabilið. Þetta var sárt tap í dag en við erum í góðri stöðu útaf þrotlausri vinnu leikmanna."

Athugasemdir
banner
banner