Orri Steinn Óskarsson hefur verið að glíma við meiðsli nánast allt tímabilið en hann kom við sögu í frábærum sigri hjá Real Sociedad í efstu deild spænska boltans í dag.
Sociedad tók á móti Celta Vigo og náði Mikel Oyarzabal forystunni á 17. mínútu með föstu og hnitmiðuðu skoti utan vítateigs eftir að liðsfélagar hans unnu boltann hátt uppi á vellinum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en króatíski varnarmaðurinn Duje Caleta-Car fékk að líta beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu í uppbótartímanum.
Sociedad mætti því einum leikmanni færri út í seinni hálfleikinn en áfram ríkti jafnræði með liðunum. Celta hélt boltanum meira en átti í erfiðleikum með að skapa sér góð færi, þar til Borja Iglesias jafnaði metin á 72. mínútu.
Iglesias var réttur maður á réttum stað í vítateignum þegar marktilraun frá samherja hans fór af varnarmanni og endaði boltinn beint fyrir fætur hans. Iglesias var fljótur að hugsa og kláraði mjög vel til að jafna metin, en Oyarzabal endurheimti forystuna skömmu síðar.
Oyarzabal skoraði svipað mark og hann gerði í fyrri hálfleiknum. Í þetta skiptið hljóp hann með boltann upp hálfan völlinn í skyndisókn áður en hann lét vaða rétt fyrir utan teig úr svipaðri stöðu og í fyrra markinu. Í þetta skiptið var hann með fjóra varnarmenn í kringum sig en tókst þrátt fyrir það að hleypa af hnitmiðuðu skoti sem endaði í netinu.
Staðan var þá orðin 2-1 og var Oyarzabal skipt útaf á 86. mínútu til að leyfa Orra Steini að spreyta sig.
Celta átti erfitt með að skapa sér góð færi og þegar gestirnir lögðu allt í sóknarleikinn fengu þeir mark í bakið. Álvaro Odriozola slapp í gegn á hinum endanum og fékk dæmda vítaspyrnu, sem Brais Méndez skoraði úr á 96. mínútu. Lokatölur 3-1.
Þetta er þriðji sigur Sociedad í röð í deildinni og er liðið aðeins fimm stigum frá evrópusæti eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.
Alavés tók svo á móti Real Betis í lokaleik dagsins og skóp óvæntan sigur til að lyfta sér upp úr fallsæti.
Heimamenn nýttu færin sín betur í jöfnum og opnum leik. Þeir komust í tveggja marka forystu og héldu henni allt þar til í uppbótartíma, svo lokatölur urðu 2-1.
Alavés er einu stigi frá fallsvæðinu eftir þennan sigur á meðan Betis er í síðasta evrópusætinu.
Real Sociedad 3 - 1 Celta Vigo
1-0 Mikel Oyarzabal ('17 )
1-1 Borja Iglesias ('72 )
2-1 Mikel Oyarzabal ('75 )
3-1 Brais Mendez ('96 , víti)
Rautt spjald: Duje Caleta-Car, Real Sociedad ('45+2)
Alaves 2 - 1 Real Betis
1-0 Carlos Vicente ('3 )
2-0 Toni Martinez ('47 )
2-1 Abde Ezzalzouli ('95)
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Barcelona | 21 | 17 | 1 | 3 | 57 | 22 | +35 | 52 |
| 2 | Real Madrid | 21 | 16 | 3 | 2 | 45 | 17 | +28 | 51 |
| 3 | Atletico Madrid | 21 | 13 | 5 | 3 | 38 | 17 | +21 | 44 |
| 4 | Villarreal | 20 | 13 | 2 | 5 | 37 | 21 | +16 | 41 |
| 5 | Espanyol | 21 | 10 | 4 | 7 | 25 | 25 | 0 | 34 |
| 6 | Betis | 21 | 8 | 8 | 5 | 34 | 27 | +7 | 32 |
| 7 | Celta | 21 | 8 | 8 | 5 | 29 | 23 | +6 | 32 |
| 8 | Real Sociedad | 21 | 7 | 6 | 8 | 29 | 29 | 0 | 27 |
| 9 | Osasuna | 21 | 7 | 4 | 10 | 24 | 25 | -1 | 25 |
| 10 | Elche | 21 | 5 | 9 | 7 | 29 | 29 | 0 | 24 |
| 11 | Sevilla | 21 | 7 | 3 | 11 | 28 | 33 | -5 | 24 |
| 12 | Athletic | 21 | 7 | 3 | 11 | 20 | 30 | -10 | 24 |
| 13 | Girona | 20 | 6 | 6 | 8 | 20 | 34 | -14 | 24 |
| 14 | Valencia | 21 | 5 | 8 | 8 | 22 | 33 | -11 | 23 |
| 15 | Alaves | 21 | 6 | 4 | 11 | 18 | 26 | -8 | 22 |
| 16 | Vallecano | 21 | 5 | 7 | 9 | 17 | 28 | -11 | 22 |
| 17 | Mallorca | 21 | 5 | 6 | 10 | 24 | 33 | -9 | 21 |
| 18 | Getafe | 20 | 6 | 3 | 11 | 15 | 26 | -11 | 21 |
| 19 | Levante | 20 | 4 | 5 | 11 | 24 | 34 | -10 | 17 |
| 20 | Oviedo | 21 | 2 | 7 | 12 | 11 | 34 | -23 | 13 |
Athugasemdir



