Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi að sækja Kristal Mána
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason er að ganga í raðir norska félagsins Brann. Hann verður þriðji Íslendingurinn í leikmannahópi félagsins en þar fyrir eru Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon. Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari liðsins.

Mads Boyum, fréttamaður BT-Sporten, segir frá því á X í kvöld að Kristall sé mættur til Spánar til að gerast leikmaður Brann. Liðið er þar í æfingaferð.

Kristall er 24 ára gamall og hefur verið meða allra bestu leikmanna danska félagsins Sönderjyske á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður liðsins og hefur vakið áhuga félaga úr efstu deildum í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi.

Það er hins vegar Brann sem er að vinna kapphlaupið um hann.

Kristall hefur leikið með SönderjyskE frá 2023 en hann var áður hjá Rosenborg þar sem hann náði ekki að heilla. Hann fær núna annað tækifæri í norska boltanum. Kristall sló í gegn á Íslandi með Víkingum.
Athugasemdir
banner