Brasilíski táningurinn Rayan er lentur á Englandi þar sem hann er á leið í læknisskoðun hjá Bournemouth.
Rayan er 19 ára sóknarleikmaður sem hefur skorað 25 mörk í 99 leikjum fyrir uppeldisfélag sitt Vasco da Gama og voru mörg félög víða um heim áhugasöm.
Rayan var með tilboð á borðinu frá Rússlandi, Sádi-Arabíu og Evrópu en kaus ensku úrvalsdeildina.
Bournemouth greiðir 25 milljónir punda til að kaupa Rayan með 6 auka milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur. Þá heldur Vasco da Gama hlutfalli af endursöluvirði leikmannsins.
Rayan er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Bournemouth sem gildir til sumarsins 2031.
Í heimalandinu hefur Rayan verið líkt við samlanda sína Vinícius Júnior og Endrick. Hann er 185cm á hæð og getur leikið á báðum köntum og sem fremsti sóknarmaður.
Bournemouth vonast til að vera búið að finna arftaka fyrir Antoine Semenyo með kaupunum á Rayan.
21.01.2026 10:34
Bournemouth greiðir háa upphæð fyrir brasilískan táning
Athugasemdir


