Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   mán 26. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Snæfríður framlengir við Val
Kvenaboltinn
Mynd: Valur
Snæfríður Eva Eiríksdóttir er búin að framlengja samning sinn við Val þrátt fyrir að verða lítið til taks næstu árin vegna háskólanáms í Bandaríkjunum.

Snæfríður Eva er fædd 2005 og ólst upp hjá Fram og Val. Á undanförnum árum hefur hún leikið á láni hjá Tindastóli og Aftureldingu eftir að hafa tekið fyrstu skrefin með KH.

Hún verður því hluti af Val í framtíðinni samhliða námi sínu við St. John's háskólann.

Snæfríður á 77 skráða KSÍ-leiki að baki með meistaraflokki og lék auk þess fjóra leiki fyrir U17 og U18 landslið Íslands fyrir nokkrum árum síðan.

„Það er frábært að Snæfríður hafi skrifað undir hjá okkur. Hún er frábær manneskja, leikmaður og fyrirmynd fyrir yngri leikmenn Vals. Við hlökkum til að hafa hana sem hluta af félaginu næstu árin," segir Gareth Owen, tæknilegur stjórnandi hjá Val.

Snæfríður er mjög spennt fyrir framtíðinni hjá Val og segir það vera draum að spila fyrir meistaraflokk liðsins.

„Mér líst mjög vel á hlutina sem eru að gerast í Val, og þann metnað sem lagður er í allt. Ég er glöð að sjá að uppaldir leikmenn Vals séu að fá tækifærið, þar sem það búa miklir hæfileikar í yngri flokkum félagsins," sagði Snæfríður meðal annars.

„Valur er félag sem á alltaf að keppa að titlum og er ég spennt að hjálpa liðinu við að gera það."


Athugasemdir
banner
banner