Freiburg 2 - 1 Köln
0-1 Max Rosenfelder ('10 , sjálfsmark)
1-1 Derry Scherhant ('11 )
2-1 Igor Matanovic ('44 )
2-1 Igor Matanovic ('66 , Misnotað víti)
0-1 Max Rosenfelder ('10 , sjálfsmark)
1-1 Derry Scherhant ('11 )
2-1 Igor Matanovic ('44 )
2-1 Igor Matanovic ('66 , Misnotað víti)
Freiburg og Köln áttust við í seinni leik dagsins í efstu deild þýska boltans og fór viðureignin skemmtilega af stað.
Köln náði forystunni snemma leiks þegar Max Rosenfelder varð fyrir því óláni að stýra fyrirgjöf í eigið net.
Heimamenn í Freiburg voru afar fljótir að svara fyrir sig því Derry Scherhant jafnaði metin aðeins einni og hálfri mínútu síðar með glæsilegri afgreiðslu úr erfiðu færi, eftir magnaða stungusendingu innfyrir vörnina frá Yuito Suzuki.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en heimamenn náðu forystunni skömmu fyrir leikhlé þegar Igor Matanovic setti boltann í netið eftir atgang í vítateignum.
Gestirnir frá Köln voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en þeim tókst ekki að skora. Freiburg fékk besta færið þegar Matanovic steig á vítapunktinn en brást bogalistin.
Ísak Bergmann Jóhannesson fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn á miðjunni hjá Köln en tókst ekki að jafna metin, svo lokatölur urðu 2-1.
Freiburg er þar með komið með 27 stig eftir 19 umferðir, sjö stigum meira heldur en Köln sem er í neðri hluta deildarinnar.
Köln er fimm stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir




