Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   mán 26. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Breki og Júlía semja við Keflavík
Kvenaboltinn
Mynd: Keflavík
Tveir efnilegir leikmenn voru að gera samninga við meistaraflokk Keflavíkur.

Breki Snær Barkarson var að gera sinn fyrsta samning við meistaraflokk en hann er fæddur árið 2008 og hefur staðið sig afar vel á æfingum með meistaraflokki í vetur.

Breki er lykilmaður í 2. flokki Keflavíkur.

Júlía Björk Jóhannesdóttir er einnig búin að gera samning. Hún er fædd 2006 og hefur verið í Keflavík síðustu ár.

Júlía er uppalin hjá Grindavík og skipti yfir til Keflavíkur fyrir fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner