Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. desember 2019 23:15
Magnús Már Einarsson
Besti skákmaður heims í toppbaráttunni í Fantasy
Ekki bara góður í skák
Ekki bara góður í skák
Mynd: Getty Images
Eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er Magnus Carlsen, beti skákmaður í heimi, í sjötta sæti af sjö milljónum sem taka þátt í fantasy deildinni í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 29 ára gamli Karlsen er með liðið Kjell Ankedal en það er með 1077 stig, 32 stigum á eftir toppliðinu.

Carlsen er 29 ára gamall Normaður en hann hefur í áraraðir verið besti skákmaður heims.

Carlsen er mikill fótboltaáhugamaður og eins og margir Norðmenn þá fylgist hann mjög vel með ensku úrvalsdeildinni.

Fjölmiðlar í Noregi fóru að fjalla um árangur Carlsen í Fantasy deildinni í október en þá var hann í 162. sæti.

„Í skák veistu þegar þú hefur staðið þig vel og þegar þú hefur staðið þig illa en það er erfitt fyrir mig að taka hrós á mig fyrir Fantasy deildina þegar ég hef einungis verið heppinn," sagði Carlsen í október.
Athugasemdir
banner
banner