Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 02. mars 2010 12:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Þá er komið að hinni hliðinni á Fótbolta.net eins og alltaf á þriðjudögum og í dag sýnir Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks á sér hina hliðina.

Kristinn er þrátt fyrir ungan aldur að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki hjá Blikum en þessi knái sóknarmaður hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðunum.

Smellið hér til að sjá hina hliðina á fleiri leikmönnum

Fullt nafn: Kristinn Steindórsson

Gælunafn: Kiddi, KS, Kid Cudi

Aldur: Næstum því tvítugur

Giftur / sambúð? Kærasta að nafni Arna Gréta
Börn: Nei

Hvað eldaðir þú síðast? Ég bjó mer til núðlur

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepp

Uppáhaldssjónvarpsefni? Enski og spænski boltinn, Sons of Anarchy, Entourage, HIMYM, True Blood, Better of Ted og svo er Modern Family að koma sterkt inn undanfarið

Besta bíómyndin? Boondock Saints og svo eru grínmyndirnar Hangover og Anchorman virkilega góðar

Uppáhaldsútvarpsstöð: Ef ég hlusta á úvarpið þá er það yfirleitt X-ið

Hver er uppáhalds platan þín? Enginn ein uppáhalds en fýla hip hop og rappið best

Uppáhaldsdrykkur? Vatn, Pepsi Max

Uppáhalds vefsíða? 101greatgoals, svo er maður mikið inni á facebook og fotbolti.net

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei, fæ mér bara yfirleitt það sama að borða

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Skora, svo er ekki leiðinlegt að klobba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? HK

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michael Owen

Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfur

Ekki erfiðasti andstæðingur? Þessa daganna eru það strákarnir á æfingum, er alltaf í sigurliði

Besti samherjinn? Blikaliðið í heild

Sætasti sigurinn? Bikarsigurinn á móti Fram

Mestu vonbrigði? Missa af úrslitakeppni EM U17 vegna meiðsla á næst síðustu æfingu fyrir keppni

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Ég er mjög hrifinn af Xavi, Iniesta og Messi

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Það er fullt af efnilegum strákum að spila úti og hérna heima en erfitt að segja hver er efnilegastur

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? No Comment

Fallegasta knattspyrnukonan? Birgitte Prinz

Grófasti leikmaður deildarinnar? Sennilega Valur Fannar

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ætli það sé ekki Freðhausinn, svo er Gummi Kri lúmskur líka

Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki í leik, bara á æfingu

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að keppa á móti Þrótti tímabilið 2008. Einn varnarmaðurinn okkar meiddist í byrjun leiks og Guðmann Þóris átti fara inná. Hann hafði hinsvegar gleymt treyjunni í klefanum og það var svona 300 metra labb til að ná í treyjuna og það tók of langan tíma þannig að Árni Kristinn kom inná í staðinn.

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Fyrsti alvöru leikurinn var á móti Val 2007

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Klassa síða

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Nokkrum sinnum á dag

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ekki gefa gult spjald fyrir að fara úr treyju og svo á náttúrulega alltaf að leyfa sóknarmanni að njóta vafans

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Jay Z, Kanye West og marga fleiri

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hlaup án bolta og ef það er mikið verið að fara í taktík

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Egill Einars, Haukur Ingi og Addi G mega deila þessu

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? 10 mín

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? LeBron James

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, maður hefur annað augað á nokkrum íþróttum

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég man það ekki

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Adipure

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Vorum að keppa á móti Fylki á fyrsta tímabilinu með mfl. Fyrsti byrjunarliðsleikur í deild. Ég var kominn með tvö mörk í fyrri hálfleik, fékk sendingu fyrir markið og átti séns á þrennunni en skaut yfir á línunni. Skil ekki ennþá hvernig ég gat klúðrað því.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég fæ mér ekkert á pylsu, bara bera í brauði
banner
banner
banner