Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 01. mars 2019 14:28
Elvar Geir Magnússon
Félag í Suður-Kóreu gerði tilboð í Hólmbert
Hólmbert er fyrrum leikmaður Stjörnunnar.
Hólmbert er fyrrum leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félag frá Suður-Kóreu gerði tilboð í sóknarmanninn Hólmbert Aron Friðjónsson. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hólmberts, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

„Það komu tvö eða þrjú tilboð en Álasund hafnaði þeim þó verulegar fjárhæðir hafi verið komnar í spilið," segir Ólafur en glugginn í Suður-Kóreu er enn opinn.

Hólmbert var valinn besti leikmaður norsku B-deildarinnar í fyrra en Álasundi mistókst að komast upp.

Að sögn Ólafs er líklegt að hann fari frá Álasundi í sumar en talsverður áhugi er á honum, meðal annars frá Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner