Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Angus Gunn til Forest (Staðfest)
Gunn í landsleik með Skotlandi.
Gunn í landsleik með Skotlandi.
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur fengið skoska landsliðsmarkvörðinn Angus Gunn og skrifaði hann undir eins árs samning.

Gunn lék 35 leiki í Championship-deildinni fyrir Norwich City á síðasta tímabili en yfirgaf félagið þegar samningur hans rann út í maí.

„Ég er kominn í hóp góðra markvarða sem eru fyrir hjá félaginu og tel að reynsla mín geti hjálpað liðinu," segir Gunn sem á sextán landsleiki að baki fyrir Skotland og byrjaði alla leiki liðsins í riðlakeppni EM 2024.

Gunn á að veita Matz Selz samkeppni en Selz lék alla leiki Forest á síðasta tímabili og var hreinlega einn besti markvörður deildarinnar. Hann hélt markinu hreinu alls þrettán sinnum.


Athugasemdir
banner