Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Tap hjá Gísla Gotta
Mynd: EPA
Gísli Gottskálk Þórðarson byrjaði á bekknum þegar pólska liðið Lech Poznan fékk serbneska liðið Rauðu stjörnuna í heimsókn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Rauða stjarnan komst yfir snemma leiks en MIkael Ishak jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Ishak var sjóðandi heitur í síðustu umferð þegar Lech Poznan sló Breiðablik úr leik en hann skoraði fjögur mörk í viðureigninni.

Rauða stjarnan náði aftur forystunni snemma í seinni hálfleik. Gísli kom síðan inn á 71. mínútu.

Stuttu síðar innsiglaði Bruno Duarte 3-1 sigur Rauðu stjörnunnar. Seinni leikur liðanna fer fram í Serbíu næstkomandi þriðjudag.
Athugasemdir
banner