Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 08:38
Elvar Geir Magnússon
Völdu Heimi fram yfir Solskjær
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær hefur greint frá því að hann hafi verið í viðræðum við írska fótboltasambandið um að taka við landsliði þjóðarinnar áður en Heimir Hallgrímsson fékk starfið.

„Ég átti góðar viðræður við írska sambandið á síðasta ári. En á endanum gekk þetta ekki upp og ég er ánægður þar sem ég er í dag," segir Solskjær, sem er fyrrum stjóri Manchester United.

Norðmaðurinn tók við tyrkneska liðinu Besiktas í janúar en liðið er að búa sig undir að mæta St Patrick's Athletic í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Stjóri írska liðsins er Stephen Kenny sem var landsliðsþjálfari Írlands áður en Heimir tók við.

Besiktas var í forkeppni Evrópudeildarinnar en færðist niður í Sambandsdeildina eftir samanlagt 6-2 tap gegn Shaktar Donetsk. Talað hefur verið um að staða Solskjær sé í mikilli hættu.
Athugasemdir
banner