Hákon Arnar Haraldsson lagði upp fyrsta mark Olivier Giroud fyrir Lille í dag.
Giroud gekk til liðs við Lille á frjálsri sölu í sumar eftir að hann yfirgaf LAFC.
Giroud gekk til liðs við Lille á frjálsri sölu í sumar eftir að hann yfirgaf LAFC.
Lille mætti Venezia í æfingaleik í dag og Hákon og Giroud voru í byrjunarliðinu. Eftir tuttugu mínútna leik fékk Hákon boltann rétt fyrir utan teiginn og hann tók hlaupið inn á teiginn, lagði boltann á Giroud sem skoraði.
Á 37. mínútu bætti Giroud við öðru marki liðsins. Þeir voru síðan teknir út af í hálfleik. Lille bætti við einu marki í seinni hálfleik og vann 3-0. Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia.
???????? Il est là le premier but d'Olivier Giroud avec le LOSC ! En attaquant chevronné et opportuniste qu'il est, le meilleur buteur de l'histoire de l'équipe de France a ouvert le score face à Venezia. pic.twitter.com/QqleFh8ORd
— RMC Sport (@RMCsport) August 6, 2025
Sjáðu markið hér
Athugasemdir