„Mér fannst við eiga möguleika til að drepa leikinn í fyrri hálfleik en gerðum það ekki," sagði Diego Montiel leikmaður Vestra eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu.
„Ég gerði heimskuleg mistök og gef þeim víti. Þá vinnum við ekki," sagði Diego.
Diego átti góðan leik í dag þrátt fyrir að gefa vítið, og hefur verið að stíga upp í frammistöðum upp á síðkastið.
„Í síðustu leikjum finnst mér allt liðið hafa verið mjög gott. Það tekur smá tíma að komast inn í hlutina á Íslandi, en nú líður mér mjög vel. Ég held bara áfram héðan í frá," sagði Diego.
Daði Berg Jónsson var á láni hjá Vestra fyrri hluta tímabilsins og spilaði virkilega vel. Nú þegar hann er ekki lengur hjá liðinu virðist vera meira pláss fyrir Diego að skína.
„Við misstum frábæran leikmann, og frábærann gæja, ég óska honum góðs gengis. Ég held að það þurfa allir að stíga upp og halda áfram, við höfum gert það vel hingað til. Við erum með allt í okkar eigin höndum, og þetta lítur vel út fyrir framtíðina," sagði Diego.
Eins og hann segir frá þá var hann brotlegur í vítinu sem Afturelding fær.
„Í allri hreinskilni, þá hoppa ég bara og mér fannst hann hlaupa á mig. Þá gefur dómarinn vítið. Það er heimskulegt hjá mér að gefa honum færið á að fiska vítið, ég þarf að horfa á þetta aftur. Mér fannst ég ekkert sparka í hann eða neitt þannig. Dómarinn dæmdi vítið, og við verðum að trúa því að það sé rétt," sagði Diego.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.